Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá Eyjafirði.
Frá Eyjafirði.
Fréttir 2. júní 2016

Undirbúa stofnun matvælaklasa

Ferðamálafélag Eyjafjarðar­sveitar samþykkti á aðalfundi sínum í apríl að fela stjórn félagsins að hefja undirbúning að stofnun matvælaklasa í Eyjafjarðarsveit með þátttöku matvælaframleiðenda, veitingaaðila og áhugamanna um mat úr héraði. 
 
Kynningarfundur um hugmyndina var haldinn á Lamb Inn á Öngulsstöðum í liðinni viku þar sem frummælendur voru Laufey Haraldsdóttir, lektor og deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Garðar Kári Garðarsson, landsliðskokkur og yfirmatreiðslumaður á Strikinu, Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar, og Jóhannes Geir Sigurgeirsson á Öngulsstöðum sem kom inn í forföllum Arnars Árnasonar, formanns Landssambands kúabænda. 
 
Góð mæting var á fundinn og voru þar fulltrúar matvælaframleiðenda, veitingaaðila, sveitarstjórnar og fleiri áhugasamir. Eftir framsögu var spjallað vítt og breitt um hugmyndina og ákveðið að stjórn Ferðamálafélagsins héldi áfram með undirbúning að stofnun matvælaklasans.
 
Eyjafjarðarsveit er mikið matvælaframleiðsluhérað og sáu fundarmenn ótvíræða kosti í að ramma inn samstarf matvælaframleiðenda og ferðaþjónustunnar með þessum hætti. 

Skylt efni: matvælaklasi

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...