Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Greind hafa verið fjörutíu lykilatriði til að berjast gegn stöðnun samfélaga í dreifbýli á Norðurlöndum.
Greind hafa verið fjörutíu lykilatriði til að berjast gegn stöðnun samfélaga í dreifbýli á Norðurlöndum.
Mynd / Himmel S.
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðherrum byggðaþróunar og skipulagsmála þar sem þau birtu þeim tillögur til að auka aðdráttarafl landsbyggðarinnar fyrir ungt fólk.

Selma Dís Hauksdóttir.

Tillögurnar eru fjörutíu talsins og eru lykilaðgerðir til að berjast gegn stöðnun samfélaga í dreifbýli að því er fram kemur í tilkynningu frá Nordregio, rannsóknastofnun Norrænu ráðherranefndarinnar, sem hélt utan um verkefni ungmennaráðsins.

Í tilkynningu segir að mörg sveitarfélög á landsbyggðinni búi við fólksfækkun vegna þess að ungt fólk flyst í burtu og snýr ekki aftur. „Það er algeng skoðun á meðal ungs fólks að til að ná árangri og eiga gott líf þurfi að flytja til borga eða stærri bæja, sem leiðir til þess að landsbyggðin verður vanmetin. Hins vegar fer áhuginn vaxandi á að breyta þessari þróun og sýna að landsbyggðin er í raun full af tækifærum,“ segir í tilkynningunni.

Meðal tillagna ungmennaráðsins er að bæta almenningssamgöngur, bjóða upp á fjölbreyttar lausnir í húsnæðismálum og efla tækifæri til menntunar í samræmi við atvinnulífið á svæðinu auk nýjunga í fjarvinnu. Ungmennin leggja einnig áherslu á þarfir fyrir opinber rými jafnt sem afþreyingu og viðburði sem sameina kynslóðir og hjálpar til við að skapa sterka samkennd í samfélaginu.

„Við trúum því að tillögurnar geti spilað hlutverk í að endurvekja líf í dreifbýlum samfélögum,“ segir Mari Wøien Meijer, sem leitt hefur verkefnið hjá Nordregio.

Haft er eftir Selmu Dís Hauksdóttur, sem var ein af íslensku fulltrúum ungmennaráðsins, að fjarvinna og aðrar stafrænar lausnir séu tilvaldar til að koma ungu fólki á landsbyggðinni inn á vinnumarkaðinn og gera þeim kleift að finna vinnu sem hæfir menntun þeirra. „Þar sem vinnumarkaðurinn á landsbyggðinni er nátengdur húsnæðismöguleikum er mikilvægt að vinna saman við húsnæðisþróun og tryggja tækifæri fyrir ungt fólk á landsbyggðinni,“ segir Selma.

Hægt er að lesa skýrslu norræna ungmennaráðsins á vefsíðu Nordregio.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...