Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ostur á spænskum markaði.
Ostur á spænskum markaði.
Mynd / ghp
Fréttir 8. júlí 2020

Ungt fólk sækir meira en áður í sérhæfðar matvöruverslanir

Höfundur: HKr.
Samkvæmt frétt á vefsíðu Global Meat í síðustu viku, þá hafa samskiptatakmarkanir vegna COVID-19 faraldursins leitt til þess að fólk hefur breytt hegðun sinni við matarinnkaup. 
 
Þetta kemur m.a. fram í könnun rannsókna- og þjálfunarmiðstöðvar IGD sem sérhæfir sig í samskiptum matvælaframleiðenda og neyt­enda. Könnunin náði til 2.000 neytenda. Niðurstaðan sýndi mjög athyglisverða þróun. Yngri neytendur á aldursbilinu 18 til 24 ára höfðu snúið sér meira að beinum viðskiptum við sérverslanir á borð við  fisk- og kjöt- og aðrar matvörubúðir. Hins vegar höfðu eldri neytendur, þ.e. 65 ára og eldri, meira snúið sér að verslun á netinu. Er þetta þveröfugt við það sem flestir hefðu fyrirfram ímyndað sér, ekki síst í ljósi mikillar tölvunotkunar unga fólksins og oft og tíðum tölvuvankunnáttu og beinlínis tölvufælni þeirra sem eldri eru. 
 
„Hegðun neytenda hefur breyst í þeim mæli sem við höfum vart séð áður,“ segir Dan Gillet, stjórnandi hjá IGD. 
 
Hann segir að þessi könnun gefi tækifæri til að öðlast betri skilning á því hvernig verslunar­hegðunarmynstur neytenda breytist þegar lokað er á samskipti og fjarlægðartakmörk sett á eins og gerst hefur í COVID-19 faraldrinum. 
 
Um 75% fólks yfir 65 ár aldri sagðist ekki hafa getað verið án netverslunar.
 
Í samanburði við sams konar könnun sem gerð var á síðasta ári kemur fram að 23% ungra neytenda segjast nú hafa verslað í sérverslunum kjötkaupmanna, fisksala og annarra matvörukaupmanna. Hlutfallið var 20% í fyrra. Þá sögðust 13% neytenda í könnuninni versla á netinu í könnuninni núna, en þar af voru 42% af þeim sem eru 65 ára eða eldri. Þá sögðust 55% allra þeirra sem nýttu sér netverslun ekki hafa getað útvegað sér nægan mat ef netið hefði ekki verið til staðar. Um 75% fólks yfir 65 ára aldri sagðist ekki hafa átt möguleika á að útvega sér nægan mat án tilkomu netverslunar. 
 
Athygli vekur að mikill samdráttur varð í sölu lágvöruverðsverslana á meðan útgöngubann ríkti í Bretlandi. Þannig sögðust aðeins helmingur, eða 50% neytenda, hafa nýtt sér afsláttarkjör slíkra verslana í maí miðað við 65% áður en fullar takmarkanir voru settar á ferðir fólks í febrúar. 
 
Þá sýndi könnun IGD að veru­legar breytingar höfðu orðið á tíðni ferða almennings í verslanir. Kannski eðlilegt í ljósi takmarkana og útgöngubanns. Um 73% af 30 heimilum sem tiltekin voru höfðu verslað oftar en einu sinni í viku að jafnaði. Þetta hlutfall lækkaði í 42% á meðan takmarkanir voru hvað mestar á samskiptum fólks. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...