Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ostur á spænskum markaði.
Ostur á spænskum markaði.
Mynd / ghp
Fréttir 8. júlí 2020

Ungt fólk sækir meira en áður í sérhæfðar matvöruverslanir

Höfundur: HKr.
Samkvæmt frétt á vefsíðu Global Meat í síðustu viku, þá hafa samskiptatakmarkanir vegna COVID-19 faraldursins leitt til þess að fólk hefur breytt hegðun sinni við matarinnkaup. 
 
Þetta kemur m.a. fram í könnun rannsókna- og þjálfunarmiðstöðvar IGD sem sérhæfir sig í samskiptum matvælaframleiðenda og neyt­enda. Könnunin náði til 2.000 neytenda. Niðurstaðan sýndi mjög athyglisverða þróun. Yngri neytendur á aldursbilinu 18 til 24 ára höfðu snúið sér meira að beinum viðskiptum við sérverslanir á borð við  fisk- og kjöt- og aðrar matvörubúðir. Hins vegar höfðu eldri neytendur, þ.e. 65 ára og eldri, meira snúið sér að verslun á netinu. Er þetta þveröfugt við það sem flestir hefðu fyrirfram ímyndað sér, ekki síst í ljósi mikillar tölvunotkunar unga fólksins og oft og tíðum tölvuvankunnáttu og beinlínis tölvufælni þeirra sem eldri eru. 
 
„Hegðun neytenda hefur breyst í þeim mæli sem við höfum vart séð áður,“ segir Dan Gillet, stjórnandi hjá IGD. 
 
Hann segir að þessi könnun gefi tækifæri til að öðlast betri skilning á því hvernig verslunar­hegðunarmynstur neytenda breytist þegar lokað er á samskipti og fjarlægðartakmörk sett á eins og gerst hefur í COVID-19 faraldrinum. 
 
Um 75% fólks yfir 65 ár aldri sagðist ekki hafa getað verið án netverslunar.
 
Í samanburði við sams konar könnun sem gerð var á síðasta ári kemur fram að 23% ungra neytenda segjast nú hafa verslað í sérverslunum kjötkaupmanna, fisksala og annarra matvörukaupmanna. Hlutfallið var 20% í fyrra. Þá sögðust 13% neytenda í könnuninni versla á netinu í könnuninni núna, en þar af voru 42% af þeim sem eru 65 ára eða eldri. Þá sögðust 55% allra þeirra sem nýttu sér netverslun ekki hafa getað útvegað sér nægan mat ef netið hefði ekki verið til staðar. Um 75% fólks yfir 65 ára aldri sagðist ekki hafa átt möguleika á að útvega sér nægan mat án tilkomu netverslunar. 
 
Athygli vekur að mikill samdráttur varð í sölu lágvöruverðsverslana á meðan útgöngubann ríkti í Bretlandi. Þannig sögðust aðeins helmingur, eða 50% neytenda, hafa nýtt sér afsláttarkjör slíkra verslana í maí miðað við 65% áður en fullar takmarkanir voru settar á ferðir fólks í febrúar. 
 
Þá sýndi könnun IGD að veru­legar breytingar höfðu orðið á tíðni ferða almennings í verslanir. Kannski eðlilegt í ljósi takmarkana og útgöngubanns. Um 73% af 30 heimilum sem tiltekin voru höfðu verslað oftar en einu sinni í viku að jafnaði. Þetta hlutfall lækkaði í 42% á meðan takmarkanir voru hvað mestar á samskiptum fólks. 
Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...