Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Unnið að því að íslensk afurðaheiti njóti verndar í Evrópu
Fréttir 14. júlí 2015

Unnið að því að íslensk afurðaheiti njóti verndar í Evrópu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í lok desember 2014 samþykkti Alþingi ný lög um vernd afurðaheita þar sem heimilað er að vísa sérstaklega til uppruna þeirra afurða sem slíkrar verndar njóta, þess svæðis sem þau koma frá eða hefðbundinnar sérstöðu þeirra. Þar hefur verið rætt um fjölmörg möguleg matvöruheiti, eins og skyr og vestfirskan harðfisk, Hólsfjallahangikjöt og fleira.

Þótt lögin hafi nú verið í gildi í hálft ár, hafa enn ekki borist neinar umsóknir um skráningu á íslenskum afurðaheitum samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. Hlýtur það að teljast nokkuð sérstakt, þar sem mikil umræða hefur farið fram um það á liðnum árum að nauðsynlegt væri fyrir Íslendinga að tryggja sér matvælaheiti eins og skyr.  Hefur sú umræða líka sprottið upp í kjölfar auglýsinga  mjólkurrisans Arla í Bretlandi á eigin skyri fyrirtækisins  og jógúrt þar sem sérstaklega er reynt að höfða til upprunans á Íslandi.

Hreinilega er þó verið að beita ákveðinni blekkingu  um upprunann á framleiðslu fyrirtækisins og nota hreinleikaímynd Íslands sem þykir sterk. Er þeta auglýst með orðunum „Icelandic Style“.

Íslensk stjórnvöld hafa að undanförnu átt í viðræðum við Evrópusambandið um að tiltekin afurðaheiti sem fengið hafa slíka vernd innan Evrópusambandsins muni einnig njóta slíkrar verndar hér á landi.

Stjórnvöld leggja nú mat á hvort af slíku verður, en drög að samningi um þessi mál voru lögð fram 18. júní síðastliðinn. Samkvæmt lögunum sem sett voru á síðasta ári er heimilt að veita afurðaheiti, sem vísar til uppruna, vernd á grundvelli skráningar samkvæmt lögum þessum ef öll eftirtalinna skilyrða eru uppfyllt:

a. ef afurðin er upprunnin á tilteknu svæði, stað eða landi,
b. ef rekja má gæði eða eiginleika afurðar, verulega eða að öllu leyti, til staðhátta, að meðtöldum náttúrulegum og mannlegum þáttum, og
c. ef framleiðsla, vinnsla og tilreiðsla afurðar fer fram á hinu skilgreinda landsvæði.

Markmið laganna er að veita þeim afurðum sem uppfylla þær kröfur og þau skilyrði sem sett eru um slíkar vörur nauðsynlega lagalega vernd auk þess að stuðla að aukinni neytendavernd og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti.

Með lögunum er íslenskum framleiðendum gert mögulegt að sækja um sérstaka vernd fyrir afurðir sínar á grundvelli eins eða fleiri fyrrgreindra atriða. Slík vernd afurða er nýlunda hér á landi en hefur tíðkast um árabil í nágrannalöndum okkar og munu margir kannast við sérmerkta osta frá Frakklandi eða skinku frá Spáni svo dæmi sé tekið.

Áður en fallist er á vernd erlendra heita samkvæmt milliríkjasamningi skal Matvælastofnun auglýsa lista yfir þau afurðaheiti sem verndar munu njóta auk upplýsinga um hvar nálgast megi afurðalýsingu fyrir viðkomandi matvæli.

Matvælastofnun hefur því auglýst  eftir andmælum gegn því að heiti þau sem listuð eru á heimasíðu stofnunarinnar (http://www.mast.is/frettaflokkar/frett/2015/06/30/Ny-log-um-vernd-afurdaheita-/) öðlist vernd á Íslandi. Andmæli skulu vera skrifleg og berast Matvælastofnun, Austurvegi 64, 800 Selfossi, fyrir 31. ágúst 2015.

Skylt efni: Afurðaheiti | matvörur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...