Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Nýja hverfið mun byggja á þjónustu við ferðamenn með frístundahúsum, hóteli og fjöruböðum.
Nýja hverfið mun byggja á þjónustu við ferðamenn með frístundahúsum, hóteli og fjöruböðum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 10. júní 2024

Uppbygging á Hauganesi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega undirrituðu sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar og forsvarsmenn einkahlutafyrirtækisins Ektabaða viljayfirlýsingu um uppbyggingu á Hauganesi í Eyjafirði.

Byggja á þrjátíu ný frístundahús í mismunandi stærðum, fjörutíu herbergja hótel og baðaðstöðu í fjörunni. Einnig verður tjaldsvæðið uppfært.

Nú þegar eru nokkrir heitir pottar á Hauganesi en nýju fjöruböðin munu rísa vestan við núverandi aðstöðu. Hönnun svæðisins mun áfram vísa til sjósóknar og siglingamenningar. Svæðið er um 10 hektara upp af Sandvíkurfjöru á Hauganesi. Undirbúningur og skipulagsvinna vegna framkvæmdanna eru nú þegar hafin og gera áætlanir ráð fyrir að megnið af þeim mannvirkjum sem áformuð eru verði risin árið 2029. Kostnaður við verkefnið er ekki gefinn upp.

„Mér líst mjög vel á verkefnið. Á Hauganesi hefur ferðaþjónusta verið mjög vaxandi. Því er það einstaklega ánægjulegt að sjá þessa uppbyggingu fara af stað, fyrir samfélagið, sveitarfélagið og Eyjafjörð allan. Nú þegar heimsækir fjöldi ferðamanna Hauganes heim, m.a. til að stunda sjósund og fara í heitu pottana, og er að mínu mati mjög tímabært að fara í uppbyggingu sem þessa til þess að stýra aðgangi að svæðinu. Þetta er einstakur áfangastaður og hefur sérstöðu hvað varðar baðflóru okkar Íslendinga. Sandvíkin er mjög skjólsæl og veður alltaf gott,“ segir Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar.

Hún er sannfærð um að nýja uppbyggingin muni auka aðdráttarafl Hauganess enda í fallegu umhverfi með mikið útsýni.

Skylt efni: Hauganes

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...