Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, getur ekki verið annað en ánægður með þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í sveitarfélaginu.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, getur ekki verið annað en ánægður með þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í sveitarfélaginu.
Fréttir 9. nóvember 2023

Uppbygging á Hvolsvelli

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mjög mikið er að gerast í uppbyggingu í kringum ferðaþjónustu í Rangárþingi eystra, bæði hjá litlum aðilum og stórum.

„Það virðist ekki vera neitt lát á uppbyggingu hjá okkur, alls staðar er verið að byggja og byggja. Núna eru til dæmis 74 íbúðir í byggingu á Hvolsvelli. Hinar 23 eru í byggingu í póstnúmeri 861, það er að segja í Fljótshlíð, Landeyjum og undir Eyjafjöllum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, aðspurður hvort það hafi hægst eitthvað á byggingaframkvæmdum í sveitarfélaginu vegna hárrar verðbólgu og vaxta.

„Við erum að fara að opna á lóðaumsóknir í þriðja áfanga Hallgerðartúns á Hvolsvelli sem eru par-, rað- og fjölbýlishúsalóðir, alls 32 íbúðir,“ segir Anton enn fremur.

En hvaða fólk er aðallega að flytja í sveitarfélagið?

„Það er alls konar fólk að byggja hjá okkur, til dæmis ungt fólk sem hefur verið í minni íbúðum er að stækka við sig og eldra fólk sem er að byggja sér hentugra og viðhaldsminna húsnæði. Svo alls konar fólk sem flytur til okkar til þess að sinna sínum störfum í ferðaþjónustu, skólastofnunum og annarri þjónustu. Leigumarkaður á Hvolsvelli er mjög lítill eða enginn og þar er verulegur skortur. Við vonumst til að sú uppbygging sem er hafin og er í kortunum leysi það að einhverju leyti,“ segir Anton Kári.

„Það er mest megnis í dreifbýli, en þar eru áætlanir um talsverða uppbyggingu eins og nokkur stór hótel og gríðarlega flott spa. Einnig eru minni aðilar í uppbyggingu smáhýsa og fleira. Talsverð plön eru líka í gangi á Hvolsvelli, t.d. fyrsti áfangi 200 herbergja hótels sem verður staðsett við LAVA og svo er líka að fara í gang núna á næstu dögum uppbygging á miðbæjarreitnum okkar, en þar verða íbúðir í bland við verslun og þjónustu,“ segir Anton Kári og telur þróunina mjög ánægjulega og góða fyrir sveitarfélagið.

„Að vísu kallar það að sjálfsögðu á að okkar innviðir ráði við fjölgunina, sem við gerum nú þegar með nægu leikskólaplássi, skólaplássi og góðu úrvali af verslun og þjónustu.“

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...