Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, getur ekki verið annað en ánægður með þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í sveitarfélaginu.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, getur ekki verið annað en ánægður með þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í sveitarfélaginu.
Fréttir 9. nóvember 2023

Uppbygging á Hvolsvelli

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mjög mikið er að gerast í uppbyggingu í kringum ferðaþjónustu í Rangárþingi eystra, bæði hjá litlum aðilum og stórum.

„Það virðist ekki vera neitt lát á uppbyggingu hjá okkur, alls staðar er verið að byggja og byggja. Núna eru til dæmis 74 íbúðir í byggingu á Hvolsvelli. Hinar 23 eru í byggingu í póstnúmeri 861, það er að segja í Fljótshlíð, Landeyjum og undir Eyjafjöllum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, aðspurður hvort það hafi hægst eitthvað á byggingaframkvæmdum í sveitarfélaginu vegna hárrar verðbólgu og vaxta.

„Við erum að fara að opna á lóðaumsóknir í þriðja áfanga Hallgerðartúns á Hvolsvelli sem eru par-, rað- og fjölbýlishúsalóðir, alls 32 íbúðir,“ segir Anton enn fremur.

En hvaða fólk er aðallega að flytja í sveitarfélagið?

„Það er alls konar fólk að byggja hjá okkur, til dæmis ungt fólk sem hefur verið í minni íbúðum er að stækka við sig og eldra fólk sem er að byggja sér hentugra og viðhaldsminna húsnæði. Svo alls konar fólk sem flytur til okkar til þess að sinna sínum störfum í ferðaþjónustu, skólastofnunum og annarri þjónustu. Leigumarkaður á Hvolsvelli er mjög lítill eða enginn og þar er verulegur skortur. Við vonumst til að sú uppbygging sem er hafin og er í kortunum leysi það að einhverju leyti,“ segir Anton Kári.

„Það er mest megnis í dreifbýli, en þar eru áætlanir um talsverða uppbyggingu eins og nokkur stór hótel og gríðarlega flott spa. Einnig eru minni aðilar í uppbyggingu smáhýsa og fleira. Talsverð plön eru líka í gangi á Hvolsvelli, t.d. fyrsti áfangi 200 herbergja hótels sem verður staðsett við LAVA og svo er líka að fara í gang núna á næstu dögum uppbygging á miðbæjarreitnum okkar, en þar verða íbúðir í bland við verslun og þjónustu,“ segir Anton Kári og telur þróunina mjög ánægjulega og góða fyrir sveitarfélagið.

„Að vísu kallar það að sjálfsögðu á að okkar innviðir ráði við fjölgunina, sem við gerum nú þegar með nægu leikskólaplássi, skólaplássi og góðu úrvali af verslun og þjónustu.“

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...