Uppgjör vegna álagsgreiðslna
Matvælaráðuneytið hefur gengið frá uppgjöri vegna álagsgreiðslna, sprettgreiðslna, á jarðræktarstyrki og landgreiðslur. Hefðbundin jarðræktarstuðningur verður greiddur út á næstu dögum.
Fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu að heildarupphæð uppgjörsgreiðslu er um 52.000.000 kr. en alls var álagsgreiðsla stjórnvalda vegna jarðræktar og landgreiðslna um 517.000.000 kr. Álagsgreiðslurnar eru hluti af svokölluðum sprettgreiðslum stjórnvalda sem var komið á að fengnum tillögum spretthóps sem skipaður var í júní síðastliðinn vegna hækkandi matvælaverðs. Um 90% af greiðslum voru greiddar út í október og byggðust á innsendum umsóknum.
Nýgert uppgjör byggir hins vegar á niðurstöðu úttektar ráðuneytisins ásamt 10% fjárveitingarinnar sem haldið var eftir fyrir endanlegt uppgjör. Bændur hafa fengið sendar tilkynningar og upplýsingar um uppgjörið í Afurð og í stafrænt pósthólf á Ísland.is.