Kínverjar margfalda innflutning á nautakjöti
Útflutningur á nautakjöti frá Bandaríkjunum til Kína hefur margfaldast á síðustu tveimur árum.
Á síðastliðnum tveimur árum hefur útflutningur Bandaríkjanna á nautakjöti til Kína aukist úr um 20.000 tonnum á ári í 263.000 tonn. Írski landbúnaðarmiðillinn Irish Farmers Journal greinir frá. Þar er refsiaðgerðum og viðskiptahömlum í forsetatíð Donalds Trump kennt um en lausnin fólst í endurreisn viðskiptasambands milli landanna og samkomulag um aukin milliríkjaviðskipti.
Leiddi það m.a. til aukinnar sölu á nautakjöti og mun Kína nú vera þriðji stærsti innflytjandi bandarísks nautakjöts á eftir Japan og Suður-Kóreu. Á meðan hrundi innflutningur Kínverja á bandarísku svínakjöti, en það var 200.000 tonnum minna á fyrstu 11 mánuðum ársins 2022 en á sambærilegum tíma árið 2021. Ástæða minni eftirspurnar er endurreisn kínverska svínastofnsins sem varð illa úti í svínaflensunni árið 2019.