Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Talið er að þeim matvælum sem er sóað eða hent gæti nægt til þess að fæða 1,3 milljarða manna.
Talið er að þeim matvælum sem er sóað eða hent gæti nægt til þess að fæða 1,3 milljarða manna.
Mynd / Unsplash - Roman Mykhalchuk
Utan úr heimi 12. september 2023

Málþing um matvæli á heimsvísu

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Ár hvert heldur Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) málþing um matvæli á heimsvísu (e. World Food Forum - WFF). Þingið fer fram 16.–20. október í höfuðstöðvum FAO í Róm, Ítalíu, en þingið fer einnig fram rafrænt.

Aðalumræðuefni þingsins verður um það hvernig hægt sé að gera ræktun og framleiðslu í landbúnaði og matvælaiðnaði (e. agrifood systems) hagkvæmari og umhverfisvænni til að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda.

Leitað leiða

Umræðuefnið er gríðarstórt og tekur til allra þeirra þátta sem ná frá því að matvæli eru ræktuð þar til þau eru komin á borð neytenda. Þar má t.d. telja upp þætti líkt og ræktun, framleiðslu, geymslu, samsöfnun, meðhöndlun eftir uppskeru, flutning, vinnslu, dreifingu, markaðssetningu, förgun og neyslu. Átt er við öll þau matvæli sem eru ætluð til manneldis, hvort sem þau eiga upptök sín í gróðurhúsum eða landi, búfjárrækt, skógrækt, sjávarútvegi eða fiskeldi.

Leitað verður leiða til að flýta fyrir aðkallandi loftslagsaðgerðum sem tengjast ofantöldum málefnum en talið er að vegna þeirra sé tilkomin þriðjungur þeirra gróðurhúsalofttegunda sem eru af manna völdum, 90% af eyðingu skóga á heimsvísu, 70% af notkun vatns á heimsvísu og fækkunar á líffræðilegum fjölbreytileika á landi. Talið er að það sé hægt að breyta þessu og ætti að vera ein af aðaláherslunum í baráttunni við loftslagsmál.

Matvælum fargað

Matur er líka stærsti einstaki efnisflokkurinn sem fargað er á urðunarstöðum á heimsvísu og árlega er talið að þeim matvælum sem er sóað eða hent nægi til þess að fæða 1,3 milljarða manna. Á sama tíma er talið að um 735 milljónir manna á heimsvísu hafi lifað við hungursneyð árið 2022, sem er aukning um 122 milljónir manna frá árinu 2019.

Í ár verður ungu kynslóðinni sérstaklega boðið til þátttöku þar sem mikilvægt er að tengja saman og auka samstarf núverandi og næstu kynslóða í baráttunni við loftslagsmál. Einnig til þess að nýta samanlagða hugvitssemi þeirra í vísindum, tækni og nýsköpun og greina fjárfestingartækifæri innan matvæla og landbúnaðar. Auk ungu kynslóðarinnar eru boðnir til þingsins bændur, smáframleiðendur, frumbyggjar, stjórnmálamenn, fjárfestar í landbúnaði og vísindamenn – öll með sama markmið, að komast nær fæðuöryggi og nálgast betri framtíð matvæla fyrir alla á umhverfisvænan hátt.

Skylt efni: World Food Forum

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...