Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mjólk best við þorsta
Utan úr heimi 13. október 2023

Mjólk best við þorsta

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Þegar kemur að vökvajafnvægi líkamans er mjólk góður valkostur sem drykkur - jafnvel betri en vatn.

Rannsókn sem gerð var á vegum St. Andrews-háskólans í Skotlandi leiddi í ljós að það er ekki endilega vatnið sem er best fyrir vökvajafnvægið þótt það sé nokkuð gott til að koma aftur á jafnvægi í líkama sem tapað hefur vökva, hvort sem er kolsýrt eða ekki. Þetta kemur fram á heilsuvef CNN-miðilsins og segir jafnframt að drykkir sem innihaldi smáræði af sykri, fitu eða próteini viðhaldi vökvajafnvægi lengur í líkamanum en vatn.

Þetta eigi orsakir að rekja til viðbragða líkamans við drykkjum. Að hluta til sé um að ræða magn vökva í viðkomandi drykk. Því meira sem þú drekkir því hraðar fari vökvinn úr maga þínum og út í blóðrásina þar sem hann getur stutt við vökvajafnvægi. En eftir því sem þetta ferli er skjótvirkara, þess skemur helst vökvajafnvægið.

Næringarinnihald skiptir máli fyrir vökvajafnvægið

Næringarinnihald skipti einnig máli í því hversu vel drykkur bæti vökvajafnvægi. Rannsókn St. Andrews hafi leitt í ljós að mjólk hafi enn betri áhrif á vökvajafnvægi en vatn. Það sé vegna laktósans, þ.e.a.s. mjólkursykursins, próteinsins og fitunnar í mjólkinni. Allt hjálpi þetta til við að hægja á því að vökvinn fari úr maganum, sem viðhaldi vökvajafnvægi til lengri tíma en ella. Mjólk innihaldi einnig sódíum sem virki eins og svampur og haldi vökva lengur í líkamanum. Ekki kom fram í umfjöllun CNN hvort könnuð hafi verið sambærileg áhrif laktósalausrar mjólkur.

Sykurmeiri drykkir, bæði með viðbættum sykri og frá náttúrunnar hendi, svo sem ávaxtasafar og gosdrykkir, eru skv. rannsókninni ekki eins góðir fyrir vökvajafnvægi og drykkir með minna sykurinnihaldi.

Sykurríkari drykkir séu raunar lengur í maganum, en þegar vökvi með hátt sykurinnihald fari úr maganum endi hann í smágirninu til að leysa betur upp sykurinn og það hafi ekki eins góð áhrif á vökvajafnvægið.

Gott vökvajafnvægi heldur líkamanum vel smurðum

Vanti fólk vökva í líkamann er mælt með að velja alltaf vatn frekar en gos. Vatnið er líka nauðsynlegt fyrir nýrun og lifrina og hjálpar þessum líffærum að hreinsa eiturefni úr líkamanum.

Að halda góðu vökvajafnvægi í líkamanum haldi liðamótum vel smurðum, hjálpi við að forðast sýkingar og að flytja næringarefni til fruma líkamans.

Hversu góðu vökvajafnvægi tiltekinn drykkur kemur á skipti þó líklega ekki höfuðmáli fyrir fólk nema þá helst í aðstæðum þar sem um mikið vökvatap er að ræða, eins og t.d. við íþróttaiðkun.

Skylt efni: Mjólk

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...