Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Sænsk natríumjónarafhlaða er á leið á markað, í fyrstu fyrir orkugeymslukerfi, en í framhaldinu til nota í rafknúnum farartækjum. Hún er bæði umhverfisvænni og ódýrari en venjulegar rafhlöður ef marka má orð framleiðanda og gæti flýtt fyrir orkuskiptum.
Sænsk natríumjónarafhlaða er á leið á markað, í fyrstu fyrir orkugeymslukerfi, en í framhaldinu til nota í rafknúnum farartækjum. Hún er bæði umhverfisvænni og ódýrari en venjulegar rafhlöður ef marka má orð framleiðanda og gæti flýtt fyrir orkuskiptum.
Mynd / Skjáskot
Utan úr heimi 23. janúar 2024

Ný umhverfisvæn rafhlaða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Svíar hafa þróað nýja natríumjónarafhlöðu sem gæti í framtíðinni nýst í rafknúin farartæki. Hún mun vera án m.a. alkalímálmsins liþíums, auðveldari í endurvinnslu, hitaþolnari og ódýrari en núverandi kostir.

Það var sænska fyrirtækið Northvolt, einn helsti rafhlöðuframleiðandi Evrópu, sem þróaði rafhlöðuna í samstarfi við þarlent fyrirtæki, Altris, og segir hana tímamótauppgötvun.

Segir í frétt The Guardian að Northvolt hafi framleitt ódýrari og sjálfbærari rafhlöðu sem noti hvorki liþíum, nikkel, grafít né kóbalt, en mjög hefur gengið á þessi frumefni og þau því orðin mjög dýr, þrátt fyrir að endurvinnsla þeirra úr m.a. rafhlöðum sé í stöðugri þróun.

Rafhlaða Northvolt hafi orkuþéttleika yfir 160 W/kg samanborið við meðalorkuþéttleika 200–300 W/kg fyrir litíumjónarafhlöðu. Þessi tala geti þó verið mjög breytileg eftir því hvaða efnafræði sé notuð. Natríumjónarafhlaðan hafi upphaflega verið hönnuð fyrir orkugeymslukerfi, stórar rafgeymslustöðvar á iðnaðarmælikvarða, en gæti þegar fram vindur nýst í rafknúin farartæki.

Frumgerðin sýnd á þessu ári

Frumgerð rafhlöðunnar verður sýnd viðskiptavinum nú í ár. Northvolt hefur ekki ákveðið hvar rafhlaðan verður framleidd í meira magni. Fyrirtækið hyggst verða fyrst til að iðnvæða þessa gerð rafhlaðna og koma þeim á markað.

Northvolt segir nýju rafhlöðuna öruggari, hagkvæmari og sjálfbærari en hefðbundna framleiðslu sem nýti m.a. nikkel-, mangan-, kóbalt- og járnfosfat. Meðal annars vegna stöðugs og ríkulegs framboðs af steinefnum; natríums og járns, sem notuð séu og fáist úr nærumhverfi. Byggi tæknin á notkun harðra kolefnisskauta og svokölluðu prússnesku hvítu bakskauti (Prussian White er efni sem notað er í jákvæða rafskautið).

Þá sé rafhlaðan öruggari við háan hita en aðrar tegundir vegna eiginleika hennar og horfir Northvolt ekki síst til framtíðarmarkaða sunnan miðbaugs.

Vilja byggja upp evrópska framleiðslu

„Að nota natríumjónatækni er ekki nýtt en við teljum að þetta sé fyrsta varan sem er algjörlega laus við fágæt hráefni. Þetta er grundvallarbylting,“ sagði Patrik Andreasson, hjá Northvolt og bætti við „Þetta býður upp á valkost sem er ekki háður ákveðnum heimshlutum, þar á meðal Kína.“

Í frétt Guardian var bent á að hin nýja rafhlaða gæti orðið til þess að evrópskir bifreiðaframleiðendur þyrftu í minna mæli en áður að reiða sig á rafhlöðuframleiðslu frá Kína sem sé ráðandi í mikilvægum efnisbirgðakeðjum í orkuskiptaferlinu. Evrópa og Bretland séu algerlega háð hráefni til rafhlöðuframleiðslu eða tilbúnum rafhlöðum frá Kína og öðrum Asíuríkjum og mikill vilji til að byggja upp evrópska framleiðslu.

Gæti liðkað fyrir orkuskiptum

Peter Carlsson, forstjóri og annar stofnandi Northvolt, sagði í frétt á miðlinum Power Technology að miklar vonir séu bundnar við natríumjónarafhlöðuna og víðtæk notkun hennar muni flýta fyrir orkuskiptum á heimsvísu.

„Rafhlöðutækni sem þessi er líka mikilvæg til að ná alþjóðlegum sjálfbærnimarkmiðum með því að gera rafvæðingu hagkvæmari, sjálfbærari og aðgengilegri um allan heim,“ sagði Carlsson. Northvolt hefur fram til þessa einkum framleitt hefðbundnar rafhlöður fyrir m.a. bifreiða- og flugiðnaðinn.

Forstöðumaður sjálfbærni hjá Alþjóðaorkumálastofnuninni, Laura Cozzi, sagði á miðlinum Energy Monitor að ýmissi svokallaðri „hreinni“ tækni hefði fleygt fram og sem dæmi um það væru rafhlöður byggðar á natríum. „Þar til fyrir ári síðan var það aðallega liþíum; nú vitum við að natríum getur gegnt mikilvægu hlutverki,“ sagði Cozzi.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...