Umframframleiðsla á lífrænni mjólk
Franskir bændur framleiða um 250 milljónir lítra af lífrænni mjólk á ári hverju.
Kaup neytenda á lífrænum mjólkurvörum hefur dregist saman undanfarið og er því ekki markaður fyrir allri framleiðslunni.
Mjólkursamlagið Lactalis hefur brugðið á það ráð að selja allt að 40% lífrænu framleiðslunnar sem hefðbundna. Samlagið hefur hvatt sína innleggjendur til að hætta lífrænni framleiðslu og breyta yfir í venjulega.
Talsverður verðmunur er á þessum tveimur flokkum mjólkur – lítri af lífrænni kostar 2,8 evrur, á meðan lítri af hefðbundinni kostar 1,4 evrur.