Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
MAST tók við dýraeftirliti árið 2014.
MAST tók við dýraeftirliti árið 2014.
Fréttir 5. janúar 2023

Úttekt á umkvörtunum í garð MAST

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) ætlar að vinna úttekt af reynslu fólks af búfjáreftirliti Matvælastofnunar (MAST).

Ætlunin er að afla gagna um gagnrýni og rökstuddar umkvartanir sem hafa verið hafðar í frammi gagnvart dýraeftirliti stofnunarinnar frá árinu 2014, þegar eftirlitið færðist til stofnunarinnar frá sveitarfélögunum.

Mun sambandið leggja fram tillögur til úrbóta þegar niðurstöður úttektarinnar liggja fyrir, en Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður, mun hafa umsjón með henni.

Ákvörðunin um úttektarvinnu DÍS kemur í kjölfar harðrar gagnrýni þess í garð dýraeftirlits MAST í nýlegum málum í Borgarbyggð.

Í tilkynningu DÍS kemur fram að eftirlit með velferð dýra þurfi að vera skilvirkt, gagnsætt og fyrirbyggjandi. Mikilvægt sé að þeir aðilar sem sinna eftirliti með dýravelferð hafi burði til að geta brugðist hratt við þegar kemur að dýrum í neyð og að ferlar séu í samræmi við það.

DÍS leitar til almennings varðandi reynslusögur af úrvinnslu og eftirliti MAST með velferð dýra og biður fólk sem er reiðubúið að veita upplýsingar að hafa samband á abending@dyravernd.is. Fullum trúnaði er heitið.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...