Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
MAST tók við dýraeftirliti árið 2014.
MAST tók við dýraeftirliti árið 2014.
Fréttir 5. janúar 2023

Úttekt á umkvörtunum í garð MAST

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) ætlar að vinna úttekt af reynslu fólks af búfjáreftirliti Matvælastofnunar (MAST).

Ætlunin er að afla gagna um gagnrýni og rökstuddar umkvartanir sem hafa verið hafðar í frammi gagnvart dýraeftirliti stofnunarinnar frá árinu 2014, þegar eftirlitið færðist til stofnunarinnar frá sveitarfélögunum.

Mun sambandið leggja fram tillögur til úrbóta þegar niðurstöður úttektarinnar liggja fyrir, en Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður, mun hafa umsjón með henni.

Ákvörðunin um úttektarvinnu DÍS kemur í kjölfar harðrar gagnrýni þess í garð dýraeftirlits MAST í nýlegum málum í Borgarbyggð.

Í tilkynningu DÍS kemur fram að eftirlit með velferð dýra þurfi að vera skilvirkt, gagnsætt og fyrirbyggjandi. Mikilvægt sé að þeir aðilar sem sinna eftirliti með dýravelferð hafi burði til að geta brugðist hratt við þegar kemur að dýrum í neyð og að ferlar séu í samræmi við það.

DÍS leitar til almennings varðandi reynslusögur af úrvinnslu og eftirliti MAST með velferð dýra og biður fólk sem er reiðubúið að veita upplýsingar að hafa samband á abending@dyravernd.is. Fullum trúnaði er heitið.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...