Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Varðveislugildi gróðurhúsa í Hveragerði
Fréttir 12. mars 2020

Varðveislugildi gróðurhúsa í Hveragerði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landform á Selfossi hefur skilað af sér skýrslu til Hveragerðisbæjar, sem inniheldur samantekt á varðveislugildi gróðurhúsa í Hveragerði. Markmið verkefnisins er að skrásetja og gera úttekt á öllum gróðurhúsum innan bæjarfélagsins.

Eins og kunnugt er byggðist Hveragerði að stórum hluta upp í kringum ylræktar- og garðyrkjustöðvar og eru þær stór hluti af sögu bæjarins og áberandi í svipmóti hans. Þróun undanfarinna ára hefur verið með þeim hætti að rekstur margra stöðvanna hefur verið erfiður og í stað garðyrkjustöðva hefur íbúðarhúsnæði verið byggt á lóðum þeirra. Fagrihvammur er fyrsta ylræktarstöðin í Hveragerði, stofnuð 1929 af Sigurði Sigurðssyni búnaðarmálastjóra og Ingimari syni hans. Búið er að rífa upprunalegu gróðurhúsin sem voru frá 1929, en elstu uppistandandi hús í Fagrahvammi eru frá 1961. Í dag eru 18 starfandi garðyrkjustöðvar í Hveragerði en álíka margar hafa lagt upp laupana á undanförnum árum.

Skylt efni: Hveragerði | gróðurhús

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...