Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Varðveislugildi gróðurhúsa í Hveragerði
Fréttir 12. mars 2020

Varðveislugildi gróðurhúsa í Hveragerði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landform á Selfossi hefur skilað af sér skýrslu til Hveragerðisbæjar, sem inniheldur samantekt á varðveislugildi gróðurhúsa í Hveragerði. Markmið verkefnisins er að skrásetja og gera úttekt á öllum gróðurhúsum innan bæjarfélagsins.

Eins og kunnugt er byggðist Hveragerði að stórum hluta upp í kringum ylræktar- og garðyrkjustöðvar og eru þær stór hluti af sögu bæjarins og áberandi í svipmóti hans. Þróun undanfarinna ára hefur verið með þeim hætti að rekstur margra stöðvanna hefur verið erfiður og í stað garðyrkjustöðva hefur íbúðarhúsnæði verið byggt á lóðum þeirra. Fagrihvammur er fyrsta ylræktarstöðin í Hveragerði, stofnuð 1929 af Sigurði Sigurðssyni búnaðarmálastjóra og Ingimari syni hans. Búið er að rífa upprunalegu gróðurhúsin sem voru frá 1929, en elstu uppistandandi hús í Fagrahvammi eru frá 1961. Í dag eru 18 starfandi garðyrkjustöðvar í Hveragerði en álíka margar hafa lagt upp laupana á undanförnum árum.

Skylt efni: Hveragerði | gróðurhús

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...