Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ökumaður þessa bíls var án efa heppinn með að sleppa lifandi eftir að hafa mætt dráttarvél með illa búnum heimasmíðuðum heyvagni í umdæmi lögreglustjórands á Suðurlandi á síðasta ári. Bíllinn var hreinlega ristur upp eins og sardínudós.
Ökumaður þessa bíls var án efa heppinn með að sleppa lifandi eftir að hafa mætt dráttarvél með illa búnum heimasmíðuðum heyvagni í umdæmi lögreglustjórands á Suðurlandi á síðasta ári. Bíllinn var hreinlega ristur upp eins og sardínudós.
Mynd / Lögreglan á Suðurlandi
Fréttir 22. nóvember 2016

Vegfarendum ógnað vegna ólöglegs ljósabúnaðar

Í ljósi mikillar aukningar á umferð síðustu ára vegna fjölgunar ferðamanna hefur lögreglan áhyggjur af ljósanotkun á eftirvögnum og landbúnaðar­tækjum í umferðinni. 
 
Lögreglustjórinn á Suðurlandi segir að brögð séu að því að eftirvagnar og önnur landbúnaðartæki séu algerlega ljóslaus og skapa þar af leiðandi talsverða hættu í umferðinni. 
 
Þá ber sérstaklega að nefna heimasmíðaða heyvagna (gamla baggavagna). Einnig má nefna stóra rúlluflutningavagna sem eru komnir yfir 6 metra að lengd og þurfa þar af leiðandi hliðarljós. Til eru nokkur dæmi þess á starfssvæði lögreglustjórans á Suðurlandi að umferðaróhöpp hafi orðið vegna slælegrar ljósanotkunar á eftirvögnum dráttarvéla. Þá hefur lögregla einnig orðið vör við að bændur noti vinnuljós aftan á dráttarvélunum til að bæta úr ljósleysi á eftirvagni. Það getur skapað mikla hættu fyrir umferð sem kemur aftan að vélinni. Í umferðarlögum frá 1987 nr. 50 segir í 32. gr. „Við akstur vélknúins ökutækis skulu lögboðin ljós eða önnur viðurkennd ökuljós vera tendruð“.  Þá segir í sömu grein:
„Ljós má eigi nota þannig að valdið geti öðrum glýju“.
 
Umferð um þjóðvegi landsins hefur aukist verulega á síðustu árum og mikil fjöldi ökumanna eru erlendir ferðamenn með mismikla reynslu í umferðinni. Því er enn meiri ásæða til að minna menn á lögboðna ljósanotkun. Auðvelt er að nálgast ljósabúnað af ýmsum gerðum í verslunum.
 
Lögreglan á Suðurlandi vill hvetja bændur og aðra þá sem eru með eftirvagna til að bæta úr þessu hið fyrsta. Bent er á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822, en þar er útlistað um áskilin og leyfð ljósker.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...