Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kostnaðarhækkun við framleiðslu og vinnslu á mjólkurvörum er ástæða hækkunar afurða- og heildsöluverðs.
Kostnaðarhækkun við framleiðslu og vinnslu á mjólkurvörum er ástæða hækkunar afurða- og heildsöluverðs.
Mynd / Anota Jankovic
Fréttir 17. janúar 2023

Verð á mjólk hækkar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Verðlagsnefnd búvara tók fyrir jól ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur.

Lágmarksverð 1. flokks mjólkur til bænda hækkaði um 2,38%, úr 116,99 kr./ltr í 119,77 kr./ltr. þann 1. desember 2022.

Þann 1. janúar hækkaði heildsöluverð mjólkur og mjólkur­ vara sem nefndin verðleggur um 3,5%. Þannig verður heildsöluverð á mjólk, í eins lítra fernum, 171 króna. Hálfur lítri af rjóma mun kosta 595 í heildsölu og 45% ostur í heilum og hálfum stykkjum mun kosta 1.671 krónu. Álagning smásöluverslana er þó frjáls og því getur verðið orðið misjafnt milli söluaðila.

Í tilkynningu frá verðlagsnefnd búvara segir að verðhækkunin komi til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun 1. september 2022.

„Frá síðustu verðákvörðun til desembermánaðar 2022 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 2,38%. Á sama tímabili hefur vinnslu­ og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkað um 5,06% að meðtöldum áhrifum kjarasamninga á launakostnað og er þetta grundvöllur hækkunar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði.“

Skylt efni: Mjólk

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...