Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verð til bænda vonbrigði
Fréttir 12. ágúst 2016

Verð til bænda vonbrigði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sláturhús KVH á Hvammstanga hefur gefið út verð fyrir sumarslátrun og hefur verðið lækkað frá sama tíma í fyrra. Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir lækkunina mikil vonbrigði og slæman fyrirboða fyrir haustslátrun.

Magnús Freyr Jónsson, forstöðumaður SKVH á Hvammstanga, segir að verðið gildi bara í sumar. „Gefið verður út annað verð fyrir haustslátrun sem hefst 12. september en það er ekki búið að ákveða það verð ennþá.“

Sé borið saman verð hjá KS/SKVH í sömu vikum í fyrra er niðurstaðan sú að vika 34 (21. til 27. ágúst) er með óbreyttu verði, 733 krónur. Meðalverð viku 35 (28. ágúst til 3. september) lækkar úr 703 kr. í 691 krónur, eða um 1,7%. Meðalverð viku 36 (4. til 10. september) lækkar úr 657 í 645, eða um 1,8%.
Meðalverð fyrir kjöt af fullorðnu lækkar úr 174 krónum í 116 krónur í öllum vikunum þremur, sem er þriðjungslækkun, um 33,3%.

Verð á lambakjöti fylgir ekki verðlagsþróun

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður, Landssamtaka sauðfjárbænda, segir lækkunina mikil vonbrigði.
„Satt best að segja kemur lækkunin mér ekki á óvart í ljósi þess að sauðfjárafurðir hafa ekki hækkað á markaði undanfarin þrjú ár. Verð á lambakjöti hefur ekki fylgt verðlagsþróun undanfarinna ára og verð til neytenda nánast staðið í stað.

Í mínum huga eru það mikil vonbrigði að menn geti ekki gert betur í að verðleggja vöruna sem þeir eru að framleiða. Laun í landinu hafa hækkað og í raun óásættanlegt að frumframleiðendur, það er að segja bændur, þurfi einir að bera þann kaleik og sitja eftir þegar kemur að launahækkunum.

Ráði bændur menn í vinnu hefur sá kostnaður náttúrlega hækkað í takt við launahækkanir í landinu. Auk þess sem framleiðslukostnaður hefur hækkað eitthvað líka en sem betur fer ekki mikið.“

Slæmur fyrirboði

Þórarinn segist hafa verulegar áhyggjur af því að verðið fyrir sumarslátrunina sé fyrirboði þess verðs sem sett verður upp fyrir slátrun í haust.

„Samningsstaða bænda er engin í þessu máli og það eina sem við megum gera hjá Landssamtökum sauðfjárbænda er að gefa út það viðmiðunarverð sem okkur þykir sanngjarnt.

Satt best að segja er óþolandi að staðan skuli vera eins og hún er. Ég hef fengið fjölda símtala frá sauðfjárbændum undanfarið og hljóðið í þeim er ekki gott. Sérstaklega á stöðum þar sem næga atvinnu er að hafa og menn sjá sér færi á að hætta með kindur og fara að gera eitthvað annað og á ég þar við störf við ferðaþjónustu eða stóriðju,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS, að lokum.
 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...