Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verða að fækka um 100 þúsund gripi
Fréttir 21. desember 2016

Verða að fækka um 100 þúsund gripi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hollenskir kúabændur horfa nú fram á afleiðingar af regluverki ESB til að stemma stigu við of miklu fosfatmagni í jarðvegi. Verða þeir því að fækka kúm um 100 þúsund gripi.
 
Samkvæmt frétt Deuch News.nl frá 11. desember sl.  verður hollenskum bændum gert að fækka kúm sínum um 100.000 gripi á næsta ári til að mæta markmiðum Evrópusambandsins. Er það til að draga úr fosfati í jarðvegi sem kemur úr kúamykju sem dreift er á tún. Er miðað við 8% minnkun. 
 
Frá því mjólkurkvóti var lagður af í CAP landbúnaðarkerfi ESB í byrjun síðasta árs, þá hefur kúm fjölgað í Hollandi um 1,6 milljónir gripa. Þessar kýr framleiða um 12,5 milljarða lítra af mjólk. Mykjan frá þessum kúm inniheldur mikið af fosfati sem ekki þykir á bætandi í jarðveg sem talinn er ofmettaður af fosfati fyrir. 
 
Þótt Holland sé ekki stórt, eða um 41.543 ferkílómetrar (Íslands 103.125 m2), þá eru þar eigi að síður 18.000 kúabú sem teljast fjölskyldubú. Þar af eru 150 býli með fleiri en 300 kýr. 
Nú hafa stjórnvöld ákveðið að upplýsa bændur um fosfat-rétt sinn sem miðast við þann fjölda gripa sem þeir höfðu í júlí 2015. 
 
Verður þessi réttur fram­seljanlegur. Bændum, sem eru innan leyfilegra marka, verður gert kleift að fækka hjá sér kúm og selja þann fosfatkvóta til býla sem eru yfir mörkum leyfilegrar fosfat „mengunar“. 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...