Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verða að fækka um 100 þúsund gripi
Fréttir 21. desember 2016

Verða að fækka um 100 þúsund gripi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hollenskir kúabændur horfa nú fram á afleiðingar af regluverki ESB til að stemma stigu við of miklu fosfatmagni í jarðvegi. Verða þeir því að fækka kúm um 100 þúsund gripi.
 
Samkvæmt frétt Deuch News.nl frá 11. desember sl.  verður hollenskum bændum gert að fækka kúm sínum um 100.000 gripi á næsta ári til að mæta markmiðum Evrópusambandsins. Er það til að draga úr fosfati í jarðvegi sem kemur úr kúamykju sem dreift er á tún. Er miðað við 8% minnkun. 
 
Frá því mjólkurkvóti var lagður af í CAP landbúnaðarkerfi ESB í byrjun síðasta árs, þá hefur kúm fjölgað í Hollandi um 1,6 milljónir gripa. Þessar kýr framleiða um 12,5 milljarða lítra af mjólk. Mykjan frá þessum kúm inniheldur mikið af fosfati sem ekki þykir á bætandi í jarðveg sem talinn er ofmettaður af fosfati fyrir. 
 
Þótt Holland sé ekki stórt, eða um 41.543 ferkílómetrar (Íslands 103.125 m2), þá eru þar eigi að síður 18.000 kúabú sem teljast fjölskyldubú. Þar af eru 150 býli með fleiri en 300 kýr. 
Nú hafa stjórnvöld ákveðið að upplýsa bændur um fosfat-rétt sinn sem miðast við þann fjölda gripa sem þeir höfðu í júlí 2015. 
 
Verður þessi réttur fram­seljanlegur. Bændum, sem eru innan leyfilegra marka, verður gert kleift að fækka hjá sér kúm og selja þann fosfatkvóta til býla sem eru yfir mörkum leyfilegrar fosfat „mengunar“. 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...