Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri en útflutnings­tekjur ársins 2022.

Árið 2022 nam útflutningur hrossakjöts rúmum 197 tonnum og voru útflutningstekjurnar tæpar 95 milljónir króna. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 hafa rúm 174 tonn af hrossakjöti verið flutt út fyrir tæpar 100 milljónir króna.

Munar þar töluverðu á hærra kílóaverði til Sviss sem var árið 2022 að meðaltali 1.376 kr/kg en er í ár að meðaltali 1.878 kr/kg að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands.

Mikill munur er á uppgefnu verði fyrir hrossakjöt á tölunum en enginn greinamunur er þar gerður á skrokkhlutum, fellur allt nýtt eða fryst hrossakjöt undir sama tollskrárnúmerið.

Hrossakjöt er flutt í hverjum mánuði til Sviss en nemur þó minna en 20% af því magni sem flutt er út á ársgrundvelli. Verðmæti þeirra eru þó langhæst í samanburði við önnur útflutningslönd, eða ríflega 50% af útflutningstekjum hrossakjöts.

Stærstur hluti kjötsins hefur í ár farið til Kasakstan, eða um 30% af útflutningsmagni fyrstu níu mánuði ársins. Kasakstan kom nýtt inn á lista útflutningslanda árið 2022 en verðið þar er lágt í samanburði við önnur lönd, að meðaltali 224 krónur fyrir kíló í ár.

Auk Sviss og Kasakstan var umtalsvert magn af hrossakjöti sent til Hollands, Ítalíu og Japans í ár. Er meðalkílóverð til Hollands um 332 kr. en til Japans 811 kr.

Árið 2021 nam útflutningur tæpum 390 tonnum og voru útflutningstekjurnar rúmlega 130 milljón krónur. Þá fór um 10% útflutningsmagns til Rússlands.

Árið 2022 var rúm 20% af allri framleiðslu hrossakjöts útflutt en árið 2021 nam hlutfallið 48%. 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...