Auður H. Ingólfsdóttir.
Auður H. Ingólfsdóttir.
Mynd / Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, hefur verið skipuð forstjóri stofnunarinnar til áramóta.

Þann 1. janúar 2025 tekur ný Umhverfis- og orkustofnun til starfa og er hluti af sameiningarferli stofnana í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Sigrún Ágústsdóttir, sem var forstjóri Umhverfisstofnunar, tók við forstjórastöðu nýrrar Náttúruverndarstofnunar 1. október.

Í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að Auður sé alþjóðastjórnmálafræðingur að mennt, með áherslu á alþjóðleg umhverfismál, auðlindanýtingu og sjálfbæra þróun. Hún hafi starfað sem sviðsstjóri á Umhverfisstofnun frá árinu 2023.

Ný Umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar. Hún fer með stjórnsýslu loftslags-, umhverfis- og orkumála og málefni auðlindanýtingar.

Megintilgangur hennar verður að stuðla að því að markmið stjórnvalda í loftslagsmálum gangi eftir, auk þess að leggja áherslu á sjálfbæra og ábyrga nýtingu auðlinda með náttúruvernd og lágmörkuð umhverfisáhrif að leiðarljósi.

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...

Leitað að verndandi arfgerð
Fréttir 30. október 2024

Leitað að verndandi arfgerð

Heilar 145 geita hafa verið rannsakaðir en enn ekki fundist arfgerð með mótstöðu...

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...