Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kjörbúðin á Hellu.
Kjörbúðin á Hellu.
Mynd / MHH
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands, mætti á síðasta fund byggðarráðs Rangárþings ytra til að ræða um þróun á matvælaverði í versluninni á Hellu, sem er Kjörbúðin, eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að krefja Festi hf. um sölu á verslun sinni á Hellu.

„Íbúar kvarta mikið undan háu vöruverði í einu matvöruversluninni á Hellu. Þar var áður Kjarvalsbúð en þeim var gert að láta eftir reksturinn á Hellu þegar Festi keypti N1 en var þá með rekstur bæði á Krónunni og N1 á Hvolsvelli.

Samkeppniseftirlitið setti þá skilmála að Festi mætti ekki líka reka matvöruverslun á Hellu heldur þyrfti annan aðila til að tryggja samkeppni. Nú er samkeppni engin þar sem vöruverð er frekar hátt á Hellu nema á grunnvörunni.

Íbúar fara því að mestu annað til að versla, “ segir Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs.

„Það hefur ekkert verið rætt um lokun verslunarinnar en við teljum þetta vera forsendubrest og viljum því fá fund með Samkeppniseftirlitinu til að ræða stöðuna,“ segir Margrét Harpa þegar hún er spurð um mögulega lokun.

Skylt efni: Hella

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...