Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vel alið búfé.
Vel alið búfé.
Mynd / Myndasafn
Fréttir 8. september 2022

Verklag vegna dýravelferðarmála

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverð umræða hefur verið um dýraverndunarmál hér á landi undanfarið og nú síðast vegna máls sem kom upp nærri Borgarnesi vegna illrar meðferðar á hestum.

Matvælastofnun, sem hefur verið gagnrýnd vegna seinagangs í málum sem snerta ábendingar um dýraníð, hefur sent frá sér yfirlýsingu til að skýra verklag stofnunarinnar í dýravelferðarmálum.

Tilkynningar um dýraníð

Á heimasíðu Mast segir að hver sá sem verður var við illa meðferð á dýrum eða að umráðamaður búfjár skorti öryggi, skjól, hús, fóður eða beit fyrir búfé sitt ber að tilkynna það án tafar til stofnunarinnar eða lögreglu.

Þar segir einnig að héraðs­ dýralæknum eða fulltrúum Mast sé skylt að kanna hvort ábendingar um illa meðferð dýra eigi við rök að styðjast og að ef stofnunin telji að úrbætur þoli ekki bið er starfsmönnum hennar heimilt að taka dýr úr vörslu umráðamanna eða láta aflífa dýr. Slíkt skal ávallt gert í samráði við lögreglu.

Mast er einnig heimilt að leggja hald á tæki, tól og annan búnað varðandi dýrahald sem er talinn hættulegur velferð dýra.

Ekki heimilt að tjá sig um einstök mál

Í yfirlýsingu Mast segir að stofnuninni sé ekki heimilt að tjá sig um einstök mál, en að hún vinni eftir útgefnu verklagi. Samkvæmt Mast er í flestum tilvikum ekki þörf á þvingunaraðgerðum, enda bregðast umráðamenn vel við og bæta úr frávikum.

Vegna ítrekaðra eða alvarlegra frávika sem er ekki sinnt eða ef grunur er um refsivert brot er tekin ákvörðum um aðgerð sem geta verið sektir, stöðvun starfsemi, úrbætur á kostnað umráðamanns dýra eða með því að taka dýr úr vörslu eigenda.

Allar ábendingar skoðaðar

„Brugðist er við öllum ábendingum um illa meðferð dýra og þegar þær eiga við rök að styðjast er metið til hvaða aðgerða rétt er að grípa. Þá er fyrst og fremst horft til velferðar dýranna. Við úrlausn dýravelferðarmála ber stofnuninni jafnframt að fara eftir ákvæðum stjórnsýslulaga sem kveða á um málsmeðferðar­ og efnisreglur sem er ætlað að tryggja réttaröryggi borgara þegar stjórnsýsluákvarðanir eru teknar.“

Mikilvægt að standa rétt að ákvörðunum

Samkvænt því sem segir í yfirlýsingu Mast geta ákvarðanir stofnunarinnar í dýravelferðarmálum verið mjög íþyngjandi og því mikilvægt að rétt sé staðið að ákvörðunum, bæði hvað varðar rannsókn, veita umráðamönnum þátttökurétt í undirbúningi ákvarðana sem og að gæta jafnræðis aðila og að meðalhófs sé gætt.

„Ef tilefni er til er umráða­mönnum dýra gefinn kostur á að bæta úr frávikum. Það er einungis í tilvikum þar sem úrbætur þola ekki bið sem stofnunin getur tekið dýr úr vörslum umráðamanns eða aflífað dýr sem hafa orðið fyrir varanlegum skaða.“

Fimm daga andmælaréttur

Áður en íþyngjandi ákvarðanir eru teknar hafa mál í flestum tilvika verið til meðferðar hjá stofnuninni um nokkurt skeið þar sem umráðamenn hafa þá tækifæri til að bæta úr frávikum.

Þegar grípa þarf til íþyngjandi ákvarðana er umráðamönnum veittur andmælaréttur á fyrirhugaðri ákvörðun. Lengd andmælaréttarins ræðst af alvarleika máls ef aðstæður bjóða upp á slíkt. Að fimm dögum liðum eru andmæli metin og tekin ákvörðun um framhald málsins með hliðsjón af efnisreglum laga um velferð dýra og ákvæðum stjórnsýslulaga.

Skylt efni: Mast | dýravernd

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...