Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Viðræður um kaup standa enn
Mynd / HKr
Fréttir 7. júlí 2021

Viðræður um kaup standa enn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að búið sé að halda fund vegna ástandsskoðunar sem gerð var á Hótel Sögu og í framhaldi af þeim fundi hafi bæði seljendur og kaup­endur ákveðið að hittast aftur og halda viðræðum áfram. Gunnar segir að búið sé að upplýsa Arion banka um stöðu viðræðnanna.

Viðræður Bændasamtaka Íslands og hugsanlegra kaupenda á Hótel Sögu (Bændahöllinni) eru enn í gangi. Fjárfestahópurinn sem er að skoða kaupin tengist meðal annars Hótel Óðinsvéum. Gangi kaupin eftir áforma nýir eigendur áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Vonast eftir farsælli niðurstöðu

Á fundi sem haldinn var fyrir hádegi miðvikudaginn 7. júlí var ákveðið að halda viðræðunum áfram. „Báðir aðilar vona að viðræðurnar leiði til far­sællar niðurstöðu. Það eru áformaðar áfram­haldandi viðræður og báðir aðilar að skoða málið nánar og við komum því til með að verða aftur í sambandi fljótlega,“ segir Gunnar.

Rekstrarvandi

Áður en Covid-19 faraldurinn skall á hafði verið farið í ýmsar kostnaðar­samar endurbætur á Hótel Sögu sem leiddu til mikils rekstrarvanda. Hótel Saga er undir ákvæði laga um fjárhagslega endur­skipu­lagningu og hótelrekstri var lokað um óákveðinn tíma frá og með 1. nóvember 2020. Fram að því höfðu verið 236 herbergi í rekstri auk annarrar starfsemi í þessu 20 þúsund fermetra húsi, þar á meðal skrifstofur Bændasamtaka Íslands.

Auk þeirra fjárfesta sem Bænda­samtök Íslands hafa átt í við­ræðum við undanfarið um kaup á Hótel Sögu hefur Háskóli Íslands lýst áhuga á kaupum á Bænda­höllinni.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...