Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Viðræður um kaup standa enn
Mynd / HKr
Fréttir 7. júlí 2021

Viðræður um kaup standa enn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að búið sé að halda fund vegna ástandsskoðunar sem gerð var á Hótel Sögu og í framhaldi af þeim fundi hafi bæði seljendur og kaup­endur ákveðið að hittast aftur og halda viðræðum áfram. Gunnar segir að búið sé að upplýsa Arion banka um stöðu viðræðnanna.

Viðræður Bændasamtaka Íslands og hugsanlegra kaupenda á Hótel Sögu (Bændahöllinni) eru enn í gangi. Fjárfestahópurinn sem er að skoða kaupin tengist meðal annars Hótel Óðinsvéum. Gangi kaupin eftir áforma nýir eigendur áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Vonast eftir farsælli niðurstöðu

Á fundi sem haldinn var fyrir hádegi miðvikudaginn 7. júlí var ákveðið að halda viðræðunum áfram. „Báðir aðilar vona að viðræðurnar leiði til far­sællar niðurstöðu. Það eru áformaðar áfram­haldandi viðræður og báðir aðilar að skoða málið nánar og við komum því til með að verða aftur í sambandi fljótlega,“ segir Gunnar.

Rekstrarvandi

Áður en Covid-19 faraldurinn skall á hafði verið farið í ýmsar kostnaðar­samar endurbætur á Hótel Sögu sem leiddu til mikils rekstrarvanda. Hótel Saga er undir ákvæði laga um fjárhagslega endur­skipu­lagningu og hótelrekstri var lokað um óákveðinn tíma frá og með 1. nóvember 2020. Fram að því höfðu verið 236 herbergi í rekstri auk annarrar starfsemi í þessu 20 þúsund fermetra húsi, þar á meðal skrifstofur Bændasamtaka Íslands.

Auk þeirra fjárfesta sem Bænda­samtök Íslands hafa átt í við­ræðum við undanfarið um kaup á Hótel Sögu hefur Háskóli Íslands lýst áhuga á kaupum á Bænda­höllinni.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...