Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vilja kanna hvort markaður sé fyrir hendi hér á landi
Fréttir 3. ágúst 2018

Vilja kanna hvort markaður sé fyrir hendi hér á landi

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Það varð uppi fótur og fit á Facebook-þræði á dögunum þegar í ljós kom að Emmessís ehf. flytur inn Skyrís unninn úr lífrænni mjólk og lífrænum berjum frá Danmörku og þótti ýmsum það skjóta skökku við að fyrirtækið framleiði ekki vöruna sjálft úr íslenskum lífrænum mjólkurafurðum og berjum.
 
Gyða Dan Johansen, hluthafi og stjórnarmaður í Emmessís ehf., segir umræðuna um Skyrísinn eðlilega líkt og að fólk velti því fyrir sér af hverju hann sé fluttur inn. 
 
Þess má geta að tollar á ís lækkuðu 1. maí síðastliðinn en samið var um það í tollasamningum við Evrópusambandið í september árið 2015. 
 
„Emmessís ehf. er einkafyrirtæki og hefur verið frá 2007. Við erum að keppa á samkeppnismarkaði. Eftir breytingar á tollalögum sem tóku gildi 1. maí voru tollar meðal annars lækkaðir á innfluttum ístengdum vörum sem unnar eru úr mjólkurafurðum, sem margir hafa barist fyrir, og þá harðnar að sjálfsögðu á samkeppnismarkaði, þar sem neytendur horfa oftar en ekki á verð, fremur en uppruna vörunnar,“ útskýrir Gyða Dan og segir jafnframt: 
 
„Við hjá Emmessís ehf. fram­leiðum allan okkar rjómaís úr íslenskri mjólk og erum stolt af því. Okkur hefur lengi langað til að þróa skyrís og höfum unnið að því undanfarið. Hjá Hansens Flödeis, þaðan sem þessi Skyr­íspinni kemur, hafa þeir þróað og framleitt til lengri tíma Skyríspinna, sem hefur slegið í gegn á þeirra markaði. Þetta er svona hálfgerð markaðskönnun hjá okkur, að kanna hvort það sé markaður fyrir sams konar vöru hér.“
 
 
Framleitt eftir íslenskri uppskrift
 
Hinn umræddi danski skyrís var settur á markað um miðjan júní og hefur verið vel tekið af neytendum, að sögn Gyðu.
 
„Markmiðið er alltaf að koma með á markað sams konar vöru, það er að segja skyrís, hvort sem er í boxi eða pinnaformi, framleitt hér hjá okkur úr íslensku skyri og helst að nota lífræna mjólk ef hægt er. En til gamans má geta að danski skyríspinninn er framleiddur úr skyri frá Thise, sem er framleitt eftir íslenskri uppskrift, gerli og hefð og Hansens Flödeis safnar sinni mjólk sjálfir og geta því valið búið sem þeir sækja sína mjólk til framleiðslu,“ segir Gyða Dan og bætir við:
 
„Vegna mikillar vinsældar á skyri hafa margir framleiðendur í nágrannalöndum okkar verið að þróa skyrís og við hjá Emmessís ehf. einnig. Vegna smæðar getur samt verið dýrkeypt að fara í framleiðslu og dreifingu á vöru sem ekki er markaður fyrir og var því ákveðið að flytja inn hágæða lífrænan skyríspinna frá Hansens Flödeis í Danmörku vegna mikillar þekkingar og þróunar á vörunni. Markmið Emmessís ehf. er alltaf að þróa eigin vöru úr íslenskum afurðum ef markaður er til staðar. Við þekkjum það öll að nú þegar eru neytendur að versla ýmsar innfluttar vörur, til dæmis ísmola og innfluttan ís, eingöngu vegna þess að verðið er lægra. Á endanum eru það alltaf neytendur sem ráða.“
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...