Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á svæði C kemur mestur fiskur eftir að veiðar eru stöðvaðar.
Á svæði C kemur mestur fiskur eftir að veiðar eru stöðvaðar.
Mynd / Aðsend
Fréttir 14. júlí 2023

Vilja sanngjarnara kerfi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Formaður, varaformaður og stjórnarmaður í Strandveiði félagi Íslands funduðu með sjómönnum á Þórshöfn, Borgarfirði eystri og í Neskaupstað um helgina.

Erindi fundanna er kerfislægur vandi sem strandveiðisjómenn á Norðausturlandi og Austfjörðum glíma við. Veiðarnar verða stöðvaðar í byrjun júlí, á meðan einungis 80 prósent aflans er kominn á land. Þetta sé sama sagan og á síðustu vertíð og bitni mest á svæði C, en þar fer ekki að veiðast almennilega fyrr en í júlí og ágúst.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá stjórn Strandveiðifélags Íslands kemur fram að mæting hafi verið góð og að ræddar hafi verið leiðir til að ráða bót á stöðu C svæðisins, sem Strandveiðifélagið kallar „bráðavanda“. Stjórnin segir ljóst að strandveiðisjómönnum sé mest í mun að strandveiðikerfið sé sanngjarnt fyrir alla landshluta. Strandveiðisjómenn um allt land eru í sama liðinu.

Kjartan Sveinsson formaður, Friðjón Ingi Guðmundsson varaformaður og Álfheiður Eymarsdóttir stjórnarmaður sóttu strandveiðisjómennina heim og segjast hafa fengið dýrmætar upplýsingar af þessum fundum og skipuleggi nú næstu skref.

Skylt efni: strandveiði

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...