Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á svæði C kemur mestur fiskur eftir að veiðar eru stöðvaðar.
Á svæði C kemur mestur fiskur eftir að veiðar eru stöðvaðar.
Mynd / Aðsend
Fréttir 14. júlí 2023

Vilja sanngjarnara kerfi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Formaður, varaformaður og stjórnarmaður í Strandveiði félagi Íslands funduðu með sjómönnum á Þórshöfn, Borgarfirði eystri og í Neskaupstað um helgina.

Erindi fundanna er kerfislægur vandi sem strandveiðisjómenn á Norðausturlandi og Austfjörðum glíma við. Veiðarnar verða stöðvaðar í byrjun júlí, á meðan einungis 80 prósent aflans er kominn á land. Þetta sé sama sagan og á síðustu vertíð og bitni mest á svæði C, en þar fer ekki að veiðast almennilega fyrr en í júlí og ágúst.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá stjórn Strandveiðifélags Íslands kemur fram að mæting hafi verið góð og að ræddar hafi verið leiðir til að ráða bót á stöðu C svæðisins, sem Strandveiðifélagið kallar „bráðavanda“. Stjórnin segir ljóst að strandveiðisjómönnum sé mest í mun að strandveiðikerfið sé sanngjarnt fyrir alla landshluta. Strandveiðisjómenn um allt land eru í sama liðinu.

Kjartan Sveinsson formaður, Friðjón Ingi Guðmundsson varaformaður og Álfheiður Eymarsdóttir stjórnarmaður sóttu strandveiðisjómennina heim og segjast hafa fengið dýrmætar upplýsingar af þessum fundum og skipuleggi nú næstu skref.

Skylt efni: strandveiði

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...