Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Arnar Árnason, formaður LK og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.
Arnar Árnason, formaður LK og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.
Fréttir 10. apríl 2018

Vilja viðhalda kvótakerfinu og hræðast ekki erlenda samkeppni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kúabændur vilja viðhalda framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu og hræðast ekki innflutning séu samkeppnisaðstæður þeirra sambærilegarvið erlenda framleiðendur.

Arnar Árnason, formaður LK og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, segir að samkvæmt ályktun aðalfundar Landssambands kúabænda vilji bændur viðhalda framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu.

„Sem þýðir að kúabændur vilja kvótakerfið áfram og vilja áfram geta átt viðskipti með greiðslumark og að það færist á milli manna með svipuðum hætti og verið hefur með innlausnarmarkaði ríkisins.

Á næsta ári verður kosið um kvótann og ef kosningin fer eins og skoðanakannanir benda til þá verður niðurstaða í anda ályktunar aðalfundarins og gott nesti fyrir stjórnina á vinna með.“

Aðalfundur LK ályktaði einnig um niðurstöðu EFTA-dómstólsins um innflutning á hráu kjöti og ógerilsneyddi mjólk. Arnar segir að Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra, hafi komið á fundinn og lýst því yfir að stjórnvöld muni ræða við þá aðila hjá Evrópusambandinu sem hafa með það mál að gera mjög fljótlega. 

„Kristján hefur einnig stofnað starfshóp sem á að fjalla um málið og við bindum talsverðar vonir við hann og að fjallað verði um málið af alvöru. Enda eru menn farnir að sjá stóra samhengið og skilja að það skipti máli að hafa öflugan landbúnað í landinu. Það sem skiptir okkur mestu máli er að búa við samkeppnisaðstæður sem gera okkur kleift að takast á við erlenda samkeppni því við hræðumst hana ekki.

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...