Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum vindorkugarðs í Fljótsdalshreppi.

Um virkjun á vindorku er að ræða til framleiðslu rafeldsneytis í Reyðarfirði í Fjarðabyggð. Gert er ráð fyrir að rafeldsneytið verði nýtt til orkuskipta í skipum. Í fréttaskýringu um verkefnið í Bændablaðinu 17. nóvember 2022 kom fram að áform væru um hliðarverkefni af framleiðslunni sem gengi út á að reisa umhverfisvæna áburðarverksmiðju. Auk þess væri mögulegt að nýta aukaafurðir framleiðslunnar eins og varma í hitaveitu í Fjarðarbyggð og fyrir fiskeldi á landi.

Gert er ráð fyrir að uppsett afl vindorkugarðsins verði 350 MW, sem er helmingurinn af uppsettu afli Kárahnjúkavirkjunar, og miðast það við þá raforkuþörf sem áætlanir um framleiðslu rafeldsneytis í Reyðarfirði byggja á.

Það er Fjarðarorka sem leggur fram matsáætlunina og Skipulagsstofnun metur hana svo á næstu vikum. Í Skipulagsgátt getur almenningur skoðað fyrirliggjandi gögn og lagt fram eigin umsögn.

Magnús Bjarnason er stjórnarformaður Fjarðarorku, íslenska félagsins sem heldur utan um verkefnið. Hann segir að hugmyndin sé sú sama og áður hefur verið fjallað um og forsendur að mestu óbreyttar. Sjóðurinn CI ETF 1 eigi Fjarðarorku, og hann sé í stýringu hjá Copenhagen Infrastructure Partners (CIP).

„Allt tekur þetta heldur lengri tíma, fjárfestingin er meiri en jafnframt hafa markaðir fyrir grænt rafeldsneyti styrkst og orðið augljóst að eldsneyti framtíðarinnar verður meðal annars grænt ammóníak eða rafeldsneyti sem við getum framleitt á Íslandi á alþjóðlega samkeppnishæfum forsendum,“ segir Magnús.

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar
Fréttir 26. nóvember 2024

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar

Framkvæmdanefnd búvörusamninga leggur til við matvælaráðherra að heildargreiðslu...

Bleik slær Íslandsmet
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslensk...

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún
Fréttir 25. nóvember 2024

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún

Bræðurnir Ísak og Logi Jökulssynir á Ósabakka á Skeiðum gerðu áburðartilraunir þ...

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...