Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Wasabi til sölu á fiskmarkaði í Tókíó.
Wasabi til sölu á fiskmarkaði í Tókíó.
Mynd / Wikimedia commons: hfordsa
Fréttir 18. mars 2016

Wasabi-ræktun í gróðurhúsum Barra

Höfundur: smh
Nýverið bárust fregnir af því að íslenskt nýsköpunarfyrirtæki, Wasabi Iceland, hefði náð að ljúka fjármögnun sem nemur 50 milljónum króna, fyrir verkefni sem felst í því að hefja ræktun á wasabi-jurtinni í húsakynnum gróðrarstöðvarinnar Barra á Fljótsdalshéraði.
 
Fyrirtækið var stofnað af þeim Johan Sindra Hansen og Ragnari Atla Tómassyni á síðasta ári, en gert er ráð fyrir að ræktun hefjist með vorinu. Gáfu þeir félagar ekki færi á viðtali en sögðust ætla að láta verkin tala. 
 
Alvöru wasabi er afar eftirsótt og verðmætt hráefni til matargerðar – einkum er það notað í sushi-rétti – enda þykir jurtin mjög erfið í ræktun. Stöngullinn er þá raspaður niður þannig að úr verður mauk sem svo er notað í matargerðina. Blöðin eru einnig æt.
 
Bragðið þykir ekki ósvipað piparrót, enda er hún gjarnan notuð með sinnepi og öðrum hjálparefnum til að búa til eftirlíkingu af wasabi-mauki.
 
Í viðtali við Ríkisútvarpið frá því í byrjun febrúar síðastliðnum segir Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri Barra, að aðstæður og búnaður í gróðurhúsum Barra henti vel til að stýra aðstæðum við ræktun á wasabi. Gert er ráð fyrir að fyrsta uppskera verði að vori 2017.

Skylt efni: wasabi | Barri | Wasabi Iceland

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...