Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Wasabi til sölu á fiskmarkaði í Tókíó.
Wasabi til sölu á fiskmarkaði í Tókíó.
Mynd / Wikimedia commons: hfordsa
Fréttir 18. mars 2016

Wasabi-ræktun í gróðurhúsum Barra

Höfundur: smh
Nýverið bárust fregnir af því að íslenskt nýsköpunarfyrirtæki, Wasabi Iceland, hefði náð að ljúka fjármögnun sem nemur 50 milljónum króna, fyrir verkefni sem felst í því að hefja ræktun á wasabi-jurtinni í húsakynnum gróðrarstöðvarinnar Barra á Fljótsdalshéraði.
 
Fyrirtækið var stofnað af þeim Johan Sindra Hansen og Ragnari Atla Tómassyni á síðasta ári, en gert er ráð fyrir að ræktun hefjist með vorinu. Gáfu þeir félagar ekki færi á viðtali en sögðust ætla að láta verkin tala. 
 
Alvöru wasabi er afar eftirsótt og verðmætt hráefni til matargerðar – einkum er það notað í sushi-rétti – enda þykir jurtin mjög erfið í ræktun. Stöngullinn er þá raspaður niður þannig að úr verður mauk sem svo er notað í matargerðina. Blöðin eru einnig æt.
 
Bragðið þykir ekki ósvipað piparrót, enda er hún gjarnan notuð með sinnepi og öðrum hjálparefnum til að búa til eftirlíkingu af wasabi-mauki.
 
Í viðtali við Ríkisútvarpið frá því í byrjun febrúar síðastliðnum segir Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri Barra, að aðstæður og búnaður í gróðurhúsum Barra henti vel til að stýra aðstæðum við ræktun á wasabi. Gert er ráð fyrir að fyrsta uppskera verði að vori 2017.

Skylt efni: wasabi | Barri | Wasabi Iceland

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...