Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Yfirlýsing frá Landssambandi kúabænda
Fréttir 8. mars 2017

Yfirlýsing frá Landssambandi kúabænda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landsamband kúabænda hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna draga að frumvarpi til laga um breytingu á undanþágum frá ákvæðum samkeppnislaga, verðjöfnunargjöld og fleira.

Mánudaginn 6. mars birti landbúnaðarráðherra til umsagnar á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 og búnaðarlögum nr. 70/1998 (undanþágur frá ákvæðum samkeppnislaga, verðjöfnunargjöld o.fl.) Frumvarpið felur í sér róttækar breytingar á rekstrarumhverfi mjólkuriðnaðarins á Íslandi.
 
Ljóst er það þær breytingar sem boðaðar eru í frumvarpinu er ekki ekki nægilega vel ígrundaðar og afleiðingar þess óljósar, en í greinargerð frumvarpsins er ekkert að finna um að lagt hafi verið mat á áhrif þess verði það að lögum. Til dæmis virðast ekki liggja fyrir neinar greiningar á því hvort að breytingarnar kunni að hafa áhrif á verð á mjólkurvörum til neytenda sem hlýtur að vera grundvallaratriði. Við fyrstu sýn myndi frumvarpið fela í sér verðhækkun á drykkjarmjólk, smjöri og ostum en slíkt er ekki til þess fallið að stuðla að sátt um starfsumhverfi landbúnaðarins.
 
Við afgreiðslu búvörusamninga á Alþingi síðastliðið haust fól þingið landbúnaðarráðherra að skipa samráðshóp til þess að fjalla um ákveðin mál er varða landbúnað á Íslandi. Markmið Alþingis var að færa þessi mál í sáttafarveg. Meðal þess sem Alþingi fól samráðshópnum að fjalla um eru samkeppnismál og starfsumhverfi. Þar er kveðið á um að mótað verði með hvaða hætti samkeppnislög gildi um mjólkuriðnað og skilgreint verði hvaða breytingar þurfi að koma til í söfnun og dreifingu mjólkurafurða. Það er ekki að sjá annað en að landbúnaðarráðherra taki þetta mál út fyrir vinnu samráðshópsins með frumvarpi þessu.

Landssamband kúabænda lýsir yfir undrun á því að að landbúnaðarráðherra kjósi að leggja fram drög að þessu frumvarpi án samráðs við samráðshópinn sem hefur þegar tekið til starfa. Bændur hafa borið miklar væntingar um að samráðshópurinn skili þeim árangri að skapa sátt um íslenskan landbúnað og hafa því lagt mikla áherslu á að vinna hópsins sé fagleg og byggi á gagnkvæmu trausti þeirra sem að honum koma. Það veldur því vonbrigðum að landbúnaðarráðherra hafi kosið að sniðganga hópinn í þessu máli og þar með vilja Alþingis.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...