Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
„Búið að stela Landgræðsluskólanum“
Mynd / HKr.
Fréttir 21. ágúst 2020

„Búið að stela Landgræðsluskólanum“

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Um Landgræðsluskólann sem stofnað er til af frumkvæði Land­græðsl­­­unnar var í gildi fjórhliða samn­ingur á milli utanríkisráðuneytisins, Háskóla Sameinuðu þjóð­­­anna, Landgræðslunnar og Land­­­­­búnaðar­­­­háskóla Íslands. Þar var landgræðslustjóri formaður stjórnar Landgræðsluskólans. Nú er þetta fyrirkomulag gjörbreytt og segir  Árni Bragason landgræðslustjóri í samtali við Bænda­­­blaðið að búið sé að stela skól­anum af Land­græðslunni. 
 
Breytt fyrirkomulag felst í því að Landgræðslu­skólinn heyri nú undir stofnun sem heitir GRÓ Þekkingar­miðstöðvar þróunar­samvinnu. Auk þess að vera eins konar regnhlíf í samstarfi við UNESCO yfir Landgræðslu­skólanum, þá heldur GRÓ utan um Sjávar­útvegsskólann, Jarðhitaskólann og Jafnréttis­skólann. 
 
Landgræðsluskólinn gerður að deild í LbhÍ
 
„Á fundi í júní tilkynnti GRÓ að það yrði samið við Landbúnaðar­háskólann en ekki Landgræðsluna um rekstur skólans. Síðan ætti Land­búnaðarháskólinn að leita til okkar um samning. Ég vil orða það þannig að það er búið að stela Landgræðsluskólanum frá Land­græðslunni því það vorum jú við sem settum hann upphaflega af stað. Nú er búið að gera hann að deild í Land­búnaðar­háskólanum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri.  
 
Furðulegt að sniðganga fagstofnunina
 
„Ég var mjög ósátur við þetta og reyndi allt sem ég gat til að fá þessu breytt á þann hátt að það yrði bæði gerður samningur við Landgræðsluna og Land­búnaðar­háskólann.
 
Árni Bragason.
Ég get ekki neitað því að ég er verulega ósáttur við að rektor LbhÍ skyldi skrifa undir þennan samning og gangast undir að Landgræðsluskólinn yrði gerður að deild í Landbúnaðarháskólanum. Með þessu er búið að kasta fagstofnuninni út sem er mjög óeðlilegt í ljósi þess að starfs­fólk Landgræðslunnar hefur staðið fyrir  um það bil 60% af kennslunni. Þá verja nemendurnir einum þriðja af sínum tíma hjá Landgræðslunni og þau námskeið sem haldin hafa verið á vegum Landgræðsluskólans erlendis, hafa nánast alfarið verið borin uppi af starfsfólki Landgræðslunnar. Það er því vægast sagt furðulegt að sniðganga fagstofnunina í þessu dæmi,“ segir Árni Bragason. 
Hlaða hrundi í Borgarfirði
Fréttir 21. febrúar 2025

Hlaða hrundi í Borgarfirði

Geymsluhúsnæði á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands hrundi í óveðri í byrjun febrú...

Þröstur ráðinn ritstjóri
Fréttir 21. febrúar 2025

Þröstur ráðinn ritstjóri

Þröstur Helgason hefur verið ráðinn sem ritstjóri Bændablaðsins og mun hann taka...

Mótmæla breytingum á tollflokkun osta
Fréttir 21. febrúar 2025

Mótmæla breytingum á tollflokkun osta

Sex hagsmunasamtök á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu hafa sent fjármála-...

Málþing um framtíð landbúnaðar
Fréttir 21. febrúar 2025

Málþing um framtíð landbúnaðar

Tekið verður á mörgum hagsmunamálum landbúnaðarins á víðum grunni á opnum fundi ...

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi
Fréttir 21. febrúar 2025

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi

Matarsóun mælist mest í frumframleiðsluþrepi virðis- keðjunnar; 29.130 tonn, eða...

Brostnar forsendur búvörusamninga
Fréttir 20. febrúar 2025

Brostnar forsendur búvörusamninga

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar, segir að stórar spurningar v...

Fjárhús fuku á Vattarnesi
Fréttir 20. febrúar 2025

Fjárhús fuku á Vattarnesi

Á Vattarnesi í Fáskrúðsfirði varð mikið tjón á íbúðarhúsi, fjárhúsum, farartækju...

Ólögleg förgun dýrahræja
Fréttir 20. febrúar 2025

Ólögleg förgun dýrahræja

Um 87 prósent dýrahræja fóru til urðunar á árunum 2020 til 2022, samkvæmt tölum ...