Bóndi, smiður og vélvirki
Friðrik Logi er 10 ára og hefur búið víða en finnst hvergi betra að vera en heima í Skagafirði. Þar býr hann hjá móður sinni í Réttarholti með ógrynni af alls lags dýrum og á Króknum með pabba sínum og hundinum sínum Tímoni.
Nafn: Friðrik Logi Hauksteinn Knútsson.
Aldur: 10 ára.
Stjörnumerki: Tvíburi.
Búseta: Réttarholt í Akrahreppi + Sauðárkrókur.
Skóli: Varmahlíðarskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Örn.
Uppáhaldsmatur: Pitsan hans pabba.
Uppáhaldshljómsveit: Queen.
Uppáhaldskvikmynd: Deadpool 1 og 2.
Fyrsta minning þín? Var 2 ára í hjólaferð í vagni og english bulldog hundurinn okkar hún Aska gafst upp á að hlaupa svo hún fékk að sitja í hjá mér.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, æfi körfubolta, fótbolta, sund og fimleika. Svo spila ég á píanó.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bóndi, smiður og vélvirki.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég skaut fyrsta lundann minn snemma í vor.
Gerir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Keyra crossarann minn, skjóta í mark og lifa lífinu!
Næst » Ég skora á Rakel Sonju Ámundadóttir að svara næst.