Dagmar
Nafn: Dagmar Daníelsdóttir.
Aldur: 9 ára.
Stjörnumerki: Vatnsberi.
Búseta: Hellu.
Skemmtilegast í skólanum: Stærðfræði.
Áhugamál: Hestar.
Tómstundaiðkun: Hestafimleika- og reiðnámskeið.
Uppáhaldsdýrið: Hestur.
Uppáhaldsmatur: Kjöt í karríi.
Uppáhaldslag: Drottning um stund með Fríðu Hansen.
Uppáhaldslitur: Grænn.
Uppáhaldsmynd: Ósk.
Fyrsta minningin: Þegar ég fékk að koma með stóðhestinn Arion frá Eystra-Fróðholti með mér í leikskólann og við komum í fréttunum.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert: Að fá að fara á hestbak á uppáhaldshestinum mínum, honum Amor frá Reykjavík, og þegar ég keppti á honum á Flúðum síðasta sumar.
Við vorum alltaf að æfa okkur saman og það var skemmtilegt.
Viltu taka þátt? Hafðu samband. sigrunpeturs@bondi.is