Fór á kajak
Tara Kristín er 11 ára fótboltastelpa sem fæddist á Ísafirði í maí árið 2009. Tara Kristín bjó á Patreksfirði fyrstu 7 árin en hefur síðan búið á Bifröst, í Kaupmannahöfn og er nú nýflutt til Reykjavíkur.
Tara Kristín er listræn og hefur gaman af því að teikna og mála og eru ófá verkin eftir hana á heimilinu. Hún er elst fjögurra systkina sem getur stundum tekið á en að hennar sögn er það nú samt oftast gaman.
Nafn: Tara Kristín Aronsdóttir.
Aldur: 11 ára.
Stjörnumerki: Naut.
Búseta: Reykjavík.
Skóli: Háteigsskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir, sund og frímínútur.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Köttur.
Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur.
Uppáhaldshljómsveit: Hatari.
Uppáhaldskvikmynd: Mean Girls.
Fyrsta minning þín? Þegar við fjölskyldan og amma Stína gistum á Laxárbakka á meðan við biðum eftir því að Emil Tindri, yngri bróðir minn, fæddist.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og spilaði einu sinni á píanó.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að vinna í fatabúð þegar ég verð stór.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það er að fara í stærstu vatnsrennibrautina í Lalandia í Danmörku.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég er búin að gera margt skemmtilegt. Ég fór vestur á Patró en þar fór ég til dæmis á kajak, í sund og fékk síðan að vera ein hjá Diddu frænku í nokkra daga.
Næst » Ég skora á vin minn, Guðna Geir, að svara næst.