Búverk og breyttir tímar
Búverk og breyttir tímar er ný bók eftir Bjarna Guðmundsson, áður prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Í henni er fjallað um nokkur verk og verkfæri sem alþekkt voru á síðustu öld en hafa nú ýmist horfið úr verkahring eða breyst í helstu atriðum. „Þannig er minnt á þungan straum tímans en líka þróun þekkingar og tækni. Verkmenning þessa tíma íslensks þjóðlífs breyttist, ýmist í hægum síganda eða stórum stökkum. Saga varð til og í þessari bók er brot af henni sögð“, segir í lýsingu um bókina.
Bændur þekkja Bjarna, en hann starfaði við rannsóknir og kennslu á Hvanneyri um árabil og veitti lengi Landbúnaðarsafni Íslands forstöðu.
Búverk og breyttir tímar eru 210 síður, Sæmundur útgáfa gefur út.