Bjarni Guðmundsson flettir í bók sinni Búverk og breyttir tímar.
Bjarni Guðmundsson flettir í bók sinni Búverk og breyttir tímar.
Líf og starf 19. september 2024

Búverk og breyttir tímar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Búverk og breyttir tímar er ný bók eftir Bjarna Guðmundsson, áður prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Í henni er fjallað um nokkur verk og verkfæri sem alþekkt voru á síðustu öld en hafa nú ýmist horfið úr verkahring eða breyst í helstu atriðum. „Þannig er minnt á þungan straum tímans en líka þróun þekkingar og tækni. Verkmenning þessa tíma íslensks þjóðlífs breyttist, ýmist í hægum síganda eða stórum stökkum. Saga varð til og í þessari bók er brot af henni sögð“, segir í lýsingu um bókina.

Bændur þekkja Bjarna, en hann starfaði við rannsóknir og kennslu á Hvanneyri um árabil og veitti lengi Landbúnaðarsafni Íslands forstöðu.

Búverk og breyttir tímar eru 210 síður, Sæmundur útgáfa gefur út.

Skylt efni: bókaútgáfa

Tjaldur
Líf og starf 25. september 2024

Tjaldur

Tjaldur er stór og auðþekkjanlegur vaðfugl sem finnst um allt land. Tjaldar eru ...

Bændur á Instagram
Líf og starf 25. september 2024

Bændur á Instagram

Það sem af er ári hafa fylgjendur Bændablaðsins á samfélagsmiðlum fengið innsýn ...

Tvítuga Gullbrá
Líf og starf 24. september 2024

Tvítuga Gullbrá

Þetta er hún Gullbrá 357 á Hóli við Dalvík, rúmlega tvítug mjólkurkýr.

Brjálaðir menn
Líf og starf 24. september 2024

Brjálaðir menn

Hefur það komið fyrir lesandann að fá áttlit á hendina og finna spennu og tilhlö...

Klár í slaginn
Líf og starf 23. september 2024

Klár í slaginn

Smáauglýsingar hafa birst í prentmiðlum svo lengi sem elstu menn muna en þar inn...

Þjóðbúningamessa
Líf og starf 23. september 2024

Þjóðbúningamessa

Þjóðbúningamessur hafa verið haldnar hérlendis við hátíðleg tækifæri undanfarin ...

Í Fljótum
Líf og starf 23. september 2024

Í Fljótum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Davíð Stefánssyni.

Drottningarfórn og mát með biskupi og riddara
Líf og starf 20. september 2024

Drottningarfórn og mát með biskupi og riddara

Undirritaður stýrði svörtu mönnunum í skák á Íslandsmóti skákfélaga árið 2021.