Djúpavogsskáldið loks komið á bók
Fáir lifa ástar án er heiti nýrrar ljóðabókar eftir Antoníus Sigurðsson, sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var að senda frá sér.
Fáir lifa ástar án er heiti nýrrar ljóðabókar eftir Antoníus Sigurðsson, sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var að senda frá sér.
Öxin, Agnes og Friðrik. Síðasta aftakan á Íslandi – aðdragandi og eftirmál, er heiti nýrrar bókar eftir Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum í Húnabyggð.
Búverk og breyttir tímar er ný bók eftir Bjarna Guðmundsson, áður prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Völvuleiði er ný bók sr. Sigurðar Ægissonar, sóknarprests á Siglufirði, og kemur út hjá bókaútgáfunni Hólum.
Í bókinni Forystufé og fólkið í landinu eftir þá Guðjón Ragnar Jónasson og Daníel Hansen, for- stöðumann Fræðaseturs um forystu- fé, er fjallað um þessi mögnuðu dýr sem eru sérlega úrræðagóð og búa oft yfir einstöku gáfnafari.
Þorkell Bjarnason starfaði sem hrossaræktarráðunautur í 35 ár, frá 1961-1996 en á þeim tíma tók hrossaræktin miklum framförum.
Læknirinn Henrik Geir Garcia sendi nýverið frá sér skáldsöguna Læknir verður til. Hann skyggnist þar á bak við tjöldin innan heilbrigðiskerfis á þolmörkum.
Moldin fæðir og klæðir íbúa heimsins. Íslenskur jarðvegur er einstakur á heimsvísu, frjór en viðkvæmur – órofa hluti af íslenskri náttúru.
Morðið í Naphorni er átakanleg saga um síðustu aftökuna á Austurlandi 1786. Skáldsaga byggð á sannsögulegum atburðum.
Út er komin bókin Vinir Ferguson og Vestfjarða þar sem ferðasögu félaganna Karls G. Friðrikssonar og Grétars Gústavssonar er gerð skil.
Bókin Ástin á Laxá – Hermóður í Árnesi og átökin miklu er sagan af því þegar Þingeyingar tóku til sinna ráða til verndar náttúrunni og sprengdu stíflu í Laxá með dýnamíti í eigu virkjunarinnar.
Lögvíma er ný bók eftir Þorstein Úlfar Björnsson sem fjallar um löglegu vímuefnin sem margir nota, áfengi, tóbak, kaffi og sykur. Flestir hafa takmarkaða hugmynd um hvað þessi efni eru í raun og hvað þau eru að gera neytendum.
Skriða á Patreksfirði hefur sent frá sér þrjár bækur. Tvær ljóðabækur, Næturlýs og Spádómur fúleggsins og eina barnabók, Með vindinum liggur leiðin heim.
„Ég er Norðlendingur sem hefur verið breytt í Sunnlending með lævíslegum og kvenlegum aðferðum Sunnlendinga,“ segir Óskar Magnússon, bóndi og rithöfundur á Sámsstaðabakka í Fljótshlíð.
Út er komin bókin Skagfirskar skemmtisögur 6 – Fjörið heldur áfram! Þetta er sjötta útgáfan á safni skemmtisagna úr Skagafirði sem Björn Jóhann Björnsson blaðamaður tók saman.
Hrafninn eftir séra Sigurð Ægisson er ein af áhugaverðari bókunum sem komið hafa út á þessu ári. Í bókinni rekur höfundur sögur af hrafninum með þjóðinni allt frá því að hann leiddi Flóka Vilgerðarson upp að Íslandsströndum.
Guðni Ágústsson ólst upp í Flóanum upp úr miðri síðustu öld í sextán systkina hópi og með annan fótinn í fornum tíma. Í bókinni Guðni – Flói bernsku minnar sest hann upp í bíl og býður lesandanum í ferð á vit æskustöðvanna í fortíð og nútíð.
Á dögunum var gefin út rafbókin Landbúnaður liðinna tíma – búnaðarþættir úr Þingeyrarhreppi eftir Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri.
Steinn Kárason garðyrkju- og umhverfishagfræðingur hefur sent frá sér skáldsöguna Glaðlega leikur skugginn í sólskininu.
Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum landsins.
Hermann Jóhannesson hagyrðingur hélt uppá áttræðisafmæli sitt fyrir skömmu með því að senda frá sér bók með kvæðum sínum og lausavísum.
Bókasamlagið hefur sent frá sér tvær bækur í samvinnu við skáldkonurnar Sveinbjörgu Sveinbjörnsdóttur og Lilju Magnúsardóttur. Báðar sögurnar gerast í sveit á fyrri tímum.
Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér tvær bækur. Líkið er fundið er samtíningur af sögnum af Jökuldalnum en Stundum verða til stökur er safn af stökum Hjálmars Jónssonar.
Við sögðum frá því hér í blaðinu í mars síðastliðnum að bók um íslenskt sauðfé á þýsku (Das Islandschaf – die Wollmilchsau) hefði nýverið verið gefin út á Íslandi. Höfundur og útgefandi hennar er Caroline Kerstin Mende, tómstundasauðfjárbóndi með meiru í Nesi í Hegranesinu.
Nýverið var bók um íslenskt sauðfé send til prentunar í prentsmiðju hér á Íslandi, sem er merkilegt fyrir þær sakir að hún er á þýsku og er því líklega sú fyrsta sinnar tegundar.