Síðasta aftakan á Austurlandi
Morðið í Naphorni er átakanleg saga um síðustu aftökuna á Austurlandi 1786. Skáldsaga byggð á sannsögulegum atburðum.
Í sögunni er dregið fram áhrifamikið örlagadrama um þrjá drengi sem struku úr vistarböndum og áttu sér draum um frelsi á fjöllum, sem snýst upp í hryllilegt morð og svik.
Í kjölfarið var síðasta aftakan á Austurlandi framkvæmd, sem var jafnframt ein hrottalegasta aftaka sem farið hefur fram á Íslandi, þegar 23 ára gamall, ólæs, fáfróður og einfaldur drengur var hálshöggvinn.
Notuð var bitlaus exi svo höggva þurfti sjö sinnum áður en höfuðið losnaði af búknum.