Gullvör
Snorri Aðalsteinsson, fyrrverandi trillusjómaður frá Höfn í Hornafirði, hefur sent frá sér ljóðabók sem hann kallar Gullvör.
Að sögn Snorra veitti einveran á miðunum honum oft gott næði til að setja saman ljóð í bundnu máli og þrátt fyrir að hann hætti á sjó héldu ljóðin á ram að verða til. Í bókinni er að finna bæði ljóð og lausavísur á íslensku og ensku
Heitið Gullvör er rakið til hjartagóðs verndarvættis sem heldur til í Hrafnkelsdal í Múlaþingi og gengur suður úr Jökuldal. Vætturinn er ábúendum og ekki síst börnum í dalnum hjálparhella þegar á þarf að halda og þykir það góðs vottur vitjist Gullvör einhverjum í draumi.
Í kynningu segir að Snorri sé fæddur og uppalinn í Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og að bókin líti dagsins ljós í framhaldi þess að frændi hans, Ragnar Ingi, frá sama bæ hafi kvatt hann til að gefa hana út.