Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Ævintýri á aðventunni
Mynd / Aðsendar
Menning 8. desember 2023

Ævintýri á aðventunni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri var stofnaður með pomp og prakt í fyrra, en hópurinn, sem samanstendur af sex atvinnulistamönnum, býður áhorfendum sínum upp á sérsamda íslenska söngleiki og óperur.

Hefur flutningur þeirra hlotið góðar undirtektir, en í desember sl. var fyrsta sýning hópsins, Ævintýri á aðventunni, sýnd í öllum grunnskólum frá Vopnafirði til Hvammstanga, bæði kennurum og nemendum til mikillar gleði.

Verkið fjallar um þær systur, Gunnu (á nýju skónum) og Sollu (á bláum kjól) sem halda í bæjarferð til þess að versla jólagjafirnar, rekast þar bæði á jólasvein og jólaköttinn auk þess sem þær þurfa að muna allar þær „reglur“ sem fylgja jólunum svo og jólalög.

Voru sumir áhorfenda að heyra óperusöng í fyrsta skipti en heiðurinn að lögum og texta er ein sexmenninganna, Þórunn Guðmundsdóttir. Hún er einnig höfundur verksins en félagar hennar í hópnum hafa allir sitt hlutverk. Má þar nefna leikstjórann Jennýju Láru Arnórsdóttur, búningahönnuðinn Rósu Ásgeirsdóttur, Jón Þorstein Reynisson sem sér um söng, leik og harmonikkuspil, en söngur og leikur er einnig í höndum þeirra Bjarkar Níelsdóttur og Erlu Dóru Vogler auk þess sem þær tvær síðastnefndu sinna starfi verkefnastjóra í tengslum við leikverkið.

Leikritið Ævintýri á aðventunni verður annars sýnt í fjögur skipti nú í byrjun desember, miða má finna á tix.is og eru sýningar haldnar í Samkomuhúsinu á Akureyri.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...