Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Einar Indriðason, Ingibjörg Sigurðardóttir og Ester Sigfúsdóttir á sviðinu. Ef vel er að gáð má sjá að Einar er í mislitum sokkum.
Einar Indriðason, Ingibjörg Sigurðardóttir og Ester Sigfúsdóttir á sviðinu. Ef vel er að gáð má sjá að Einar er í mislitum sokkum.
Mynd / Jón Jónsson
Menning 24. mars 2023

Maður í mislitum sokkum

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Sunnudaginn 26. mars frumsýnir Leikfélag Hólmavíkur gamanleikinn Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman, í leikstjórn Skúla Gautasonar.

Fjallar verkið um ekkjuna Steindóru sem búsett er í blokk eldri borgara og lifir frekar tilbreytingasnauðu lífi. Dag einn er hún kemur út úr verslun og ætlar að aka heimleiðis, situr ókunnur maður í farþegasætinu i bílnum hennar. Maður þessi veit hvorki nafn sitt, né hvar hann býr eða hvert hann er að fara. Hann gerir sér þó grein fyrir að hann er klæddur mislitum sokkum. Í einhverju fáti ákveður ekkjan að taka hann með sér heim í blokkina enda óviss um hver hann er eða hvað á að gera við hann. Þar fléttast vinkonur hennar og aðrir nærstaddir inn í málið með tilheyrandi vandræðagangi. Er um bráðskemmtilega atburðarás að ræða og býður sýningin í raun bæði upp á hlátur og grátur og ætti enginn að láta sýninguna framhjá sér fara.

„Þetta er notalegur gamanleikur og ég held að allir ættu að geta haft gaman af sýningunni,“ segir Skúli Gautason leikstjóri, en þetta er í sjöunda sinn sem hann leikstýrir Leikfélagi Hólmavíkur. „Þetta er held ég eina leikfélagið á landinu sem hefur haldið í þá hefð að fara jafnan með sýningar sínar í leikferð,“ bætir hann við.

Frumsýning er eins og áður segir 26. mars, en sýndar verða fimm sýningar í félagsheimilinu Sævangi þar sem Sauðfjársetrið er til húsa. Þar er að panta súpu á fyrir sýningar, en þeim lýkur laugardaginn fyrir páska. Í framhaldinu er svo stefnt að því að fara í leikferð eftir sauðburð. Miðasölusími er 693 3474 og hefjast aðrar sýningar en sú fyrsta kl. 20.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...