Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Mannakjöt fyrir jólin
Menning 19. desember 2023

Mannakjöt fyrir jólin

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið gaf Magnús Jochum Pálsson, meistaranemi í ritlist, út sína fyrstu ljóðabók sem hlaut nafnið Mannakjöt.

Magnús Jochum Pálsson.

Hrífur bókin lesandann með sér á ferð um þær dökku hliðar mannkyns sem við öll könnumst við að einhverju leyti.

Segir höfundur kveikjuna að bókinni kjötframleiðslu og slátrunaraðferðir, en frekari hugmyndavinna leiddi hann svo að tengslum mannslíkamans sem kjöts og þeirri neikvæðu firringu og neyslu sem frá okkur kemur. Tengir eitt ljóðanna við lensku nútímans sem felur í sér að segja frá alls konar áföllum og af breyskri hegðan sinni.

Segir þar frá manni, sem í almenningsvagni tekur upp á því að fletta ofan af sjálfum sér, bæði í andlegri og líkamlegri merkingu, hamfletta sig. Fer svo að fólkið sem situr með honum í vagninum er farið að þreifa á líffærum hans til þess að upplifa að fullnustu þau áföll sem maðurinn hefur orðið fyrir.

Lýsir höfundur bókinni sem dystópískri framtíðarsýn þar sem allt fer til fjandans, gegnum- gangandi tengingar þar sem allt fer úr böndunum.

Mannakjöt vekur lesandann til umhugsunar og málar sterka hugræna upplifun í bland við skemmtilegan leik að orðum. Var Magnús Jochum Pálsson annað tveggja skálda er hlutu Nýræktarstyrk íslenskra bókmennta nú í ár, sem veittur er til að hvetja nýhöfunda til frekari dáða.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...