Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þessir 12 cm hælaskór eftir Christian Louboutin heita Stage O Rioca og eru fáanlegir í stærðum 36-46.
Þessir 12 cm hælaskór eftir Christian Louboutin heita Stage O Rioca og eru fáanlegir í stærðum 36-46.
Menning 19. janúar 2023

Ókynbundin tíska árið 2023

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Spámenn tískunnar telja að á nýju ári muni ókynbundin tíska öðlast frekari vinsældir á almennum mörkuðum, þar sem vörumerki og smásalar endurspegla breytt viðhorf neytenda til kyns.

Er það viðhorf aðallega knúið áfram af kynslóðinni sem kallast Gen-Z. (fædd 1996–2015), en glöggir tískuunnendur muna e.t.v. eftir tímabili fyrir um hálfri öld eða svo, þegar svokölluð „blurred bounderies“ þóttu hámóðins. Var þá kynbundinni markaðssetningu kollvarpað og hetjur á borð við Boy George skutu upp kollinum.

Ókynbundin tíska áranna áður

Í gegnum söguna hefur auðvitað verið hrist hressilega upp í kynhlutverkunum og því vert að muna að hvorki árið 1983 né núna, árið 2023, er verið að finna upp hjólið. Í raun þvert á móti.

Flappertískan svokallaða í kringum 1920 er dæmi, svona ef öldin síðasta er tekin fyrir, en þá kitluðu hönnuðir á borð við Coco Chanel, kvenkyns neytendur sína með hönnun strandarbuxna og buxnadragta.

Hár þótti mest móðins klippt rétt niður fyrir eyru og margar konur reyktu opinberlega, þá gjarnan með munnstykki.

Snemma á fjórða áratugnum klæddist leikkonan Marlene Dietrich buxum á frumsýningu og þótti afar djörf, en tók þó skrefið og fylgdu aðrar á eftir.

Sem önnur dæmi má nefna nöfn á borð við Elvis Presley sem notaði andlits- og augnfarða auk Mick Jagger og David Bowie sem báðir eru þekkt nöfn er kemur að kynlausri tísku.

Unisex-hönnun óþarfi

En aftur að deginum í dag. Eitthvað hefur verið um á síðustu tveimur árum eða svo, að tískuhönnuðir hafi reynt að fóta sig við hönnun þess sem þeir kalla „unisex“.

Hafa þær tilraunir fengið frekar neikvæða gagnrýni fremur en hitt og ekki talin þörf á slíkum fatnaði þótt sjónarhorn unga fólksins í dag sé á þeirri línu.

Frekar ætti að hætta að flokka þann fatnað sem hannaður er, eftir kynjum, enda skilgreinir fjöldinn í dag sig helst eftir litrófi kynvitundar.

Núnú, með það bak við eyrað hafa tískurisar á borð við Calvin Klein og Gucci tekið nýja stefnu. Samstarf CK við (fata- og hjólabrettafyrirtækið) Palace bauð upp á línu gallafatnaðar í svokallaðri yfirstærð, hettupeysur og nærfatnað þar sem ekkert var flokkað eftir kyni, heldur ætlað þeim öllum.

Gucci hefur getið sér gott orð varðandi hönnun og framleiðslu ókynbundins fatnaðar og hefur unnið bæði með kven- og karlstærðir til jafns. Samstarf Uniglo á síðastliðnu ári við Marni, kom einnig sterkt inn, en auglýsingaherferðir sýndu flíkur einungis ótengdar kyni.

Kynleysi innan vörumerkja

Í síauknum mæli fjarlægja nú vörumerki kynjaflokka fyrir að minnsta kosti einhvern hluta framleiðslu sinnar. Merkið Phluid Project frá New York, kynskiptir t.d. ekki fatnaði sínum heldur fer hönnun þeirra eftir sérsniðnu stærðarlíkani. Uniqlo hannaði „Made For All“ safn þar sem karl- og kventísku var blandað saman í verslunum þeirra, bæði á netinu og annars staðar.

Merkjarisarnir hafa svo undanfarið tekið sinn eigin snúning á tískupöllunum. Fyrirsætur hafi klæðst fatnaði óháð hvaða kyni hönnunin er upphaflega ætluð.

Strunsuðu karlkyns fyrirsætur Raf Simons niður pallana í kjólum með nýlakkaðar neglur og hjá Maison Margiela klæddust þeir pilsum og háum stígvélum.

Í kjölfar þeirra orða má segja frá skóhönnuðinum fræga, Christian Louboutin, sem býður nú upp á takmarkað magn háhælaðra ökklastígvéla fyrir karlmenn. (Með rauða sólanum að sjálfsögðu.)

Og svona áður en fólk krossar sig í bak og fyrir má minna á diskótímabilið þar sem annar hver karlmaður gekk í háhæluðum skóm.

Má ætla að áframhaldandi þróun ókynbundinnar tísku verði því einn af hápunktum hönnunar og markaðssetningar á árinu sem nú er að hefjast – og haldist í hendur við innkaup og áhuga stærsta neytendahópsins – sem er víst Z-kynslóðin eins og áður wwvar nefnt.

Skylt efni: tíska | kynbundin tíska

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...