Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Goslokahátíð Vestmannaeyinga er haldin árlega til minningar um Heimaeyjargosið sem hófst 23. janúar og lauk 3. júlí sama ár. Heppnuðust björgunaraðgerðir á fólki giftusamlega þótt hús færu mörg hver undir hraun, gjall eða urðu eldi að bráð þar sem hraunbombur lentu á þeim og kveiktu í. Í ár eru fimmtíu ár síðan gosið varð og verður haldin vegleg hátíð í tilefni þess dagana 3.–9. júlí.
Goslokahátíð Vestmannaeyinga er haldin árlega til minningar um Heimaeyjargosið sem hófst 23. janúar og lauk 3. júlí sama ár. Heppnuðust björgunaraðgerðir á fólki giftusamlega þótt hús færu mörg hver undir hraun, gjall eða urðu eldi að bráð þar sem hraunbombur lentu á þeim og kveiktu í. Í ár eru fimmtíu ár síðan gosið varð og verður haldin vegleg hátíð í tilefni þess dagana 3.–9. júlí.
Mynd / Markaðsstofa Suðurlands
Menning 7. júlí 2023

Önnur helgin í júlí

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Útihátíðir að sumarlagi má finna víðs vegar um land allar helgar frá júní til ágústloka. Önnur helgin í júlí er þekkt fyrir sérstaklega mikla skemmtan, enda mætti segja að oftast væri að finna örlitla sólarglætu fyrst á þeim árstíma.

Um ræðir bæði löggiltar útihátíðir á borð við þungarokkshátíðina Eistnaflug í Neskaupstað, Goslokahátíð Vestmannaeyja og Kótilettu þeirra Selfossbúa, en einnig hafa starfsmannafélög ýmissa fyrirtækja gegnum tíðina staðið fyrir ferðum þessa helgi.

Undirrituð minnist ferðar í boði ónefnds elliheimilis á tíunda áratugnum, er haldið var í Þórsmörk með hóp starfsmanna, þá á aldrinum fjórtán ára til fimmtugs. Ekkert þótti eðlilegra en að blanda þarna þessu aldursbili saman enda var farið í ýmsa leiki – minnisstæðastur ratleikur nokkur sem veitt voru verðlaun fyrir.

Fóru leikar svo að fermingarbörnin hlutu fyrsta sætið og fengu í tilefni þess bjórkassa. Ekki leist ungviðinu á verðlaunin, enda bjór frekar ógeðs- legur drykkur og kassanum skipt snarlega fyrir vodkapela.

Hljómsveitin Sólstafir á Eistnaflugi árið 2009. Mynd / Jóhannes G. Þorsteinsson

Eistnaflug

Útihátíðir þessa helgi hafa sumar lengi verið í föstum skorðum. Til að mynda hóf Eistnaflug göngu sína árið 2005. Er nafnið skírskotun í hátíðina Neistaflug sem haldin er árlega í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Eistnaflug á þéttan hóp aðdáenda sem mæta árlega og sífellt bætast fleiri í hópinn, auk þess sem hljómsveitir erlendis frá sækja í að spila á hátíðinni.

Árið 2016 spiluðu þar alls 77 hljómsveitir en frá árinu 2015 hefur íþróttahöllin í Neskaupstað verið notuð samhliða Egilsbúð sem var aðaltónleikastaðurinn fyrstu árin. Aldurstakmark á þessa frábæru hátíð er 18 ára og er tjaldsvæði austast í bænum ætlað tónleikagestum. Því miður verður hátíðin ekki haldin í ár, en verður þeim mun ferskari að ári.

Goslokahátíð

Mikið verður um að vera á Goslokahátíð Vestmannaeyja þetta árið, en hálf öld er síðan gosið varð. Yfirgripsmikil dagskrá er í tilefni þessa enda stendur hátíðin yfir frá 3.–9. júlí. Segir í útgefnu yfirliti goslokanefndar að í boði séu fjölbreyttir viðburðir, fjöldi ljósmynda- og myndlistarsýninga, auk tónleika af ýmsu tagi – bæði innandyra og utan.

Barnadagskrá í boði Ísfélags Vestmannaeyja verði fjölbreytt og má þar nefna Goslokahlaup, Latabæ, BMX brós, Línu Langsokk og Lalla töframann. Sundlaugarpartíið og Landsbankadagurinn verði á sínum stað og einnig ratleikur í boði Íslandsbanka.

Goslokanefnd hefur lagt áherslu á að gera bæjarbrag hátíðarinnar sem mestan og hvetur nefndin því alla bæjarbúa og fyrirtæki til þess að skreyta umhverfi sitt í goslokalitunum sem eru gulur, appelsínugulur, rauður og svartur – litir elda og hrauns.

Kótilettan

Að lokum, á hinni sívinsælu Kótilettu Selfyssinga stíga á svið heimamennirnir vinsælu í hljómsveitinni Skítamóral auk fjölmargra vel þekktra listamanna á borð við Nýdönsk, Á móti sól, Herra Hnetusmjör og Jón Jónsson.

Tilvera Kótilettunnar hófst fyrir þrettán árum og varð strax vel sótt fjölskylduhátíð þar sem, auk þess að njóta tónleikahaldsins, geti grilláhuga- menn kynnt sér allt á grillið, bæði kjöt og úrval grilla frá fjölda framleiðenda. Á meðal dagskrárliða eru Stóra Grillsýningin, Styrktarlettur SKB, Veltibíllinn og svo auðvitað stórglæsileg dagskrá á sviðinu fyrir alla fjölskylduna.

Er aðgangur á bæði fjölskylduhátíðina og grillfestivalið er ókeypis, en borga þarf fyrir miða á tónleika.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...