Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Listflugvélarnar TF-ABJ og TF-TOP á Flugdegi Flugsafnsins 2023. Flugdagurinn verður haldinn laugardaginn 22. júní í ár.
Listflugvélarnar TF-ABJ og TF-TOP á Flugdegi Flugsafnsins 2023. Flugdagurinn verður haldinn laugardaginn 22. júní í ár.
Mynd / Aðsendar
Menning 5. febrúar 2024

Vagga flugs á Íslandi

Höfundur: Steinunn María Sveinsdóttir safnstjóri.

Flugsafn Íslands á Akureyrarflugvelli er einstakt safn á landsvísu. Safnið er eina viðurkennda safnið á landinu sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu.

Fjölmargir skólahópar heimsækja Flugsafnið ár hvert.

Í safnkosti þess er að finna marga gersemina og eru safngripirnir af ýmsum stærðum og gerðum. Á sýningu þess má m.a. finna stjórnklefa Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, DC-3 landgræðsluvélina Pál Sveinsson, björgunarþyrluna TF-SIF sem bjargaði ófáum mannslífum, og sjúkraflugvél Björns Pálssonar, TF-HIS.

Björgunar- og sjúkraflug skipar stóran sess í íslensku flugi. Sett var upp sýning um það flug á síðasta ári en til þess hlaut safnið styrk úr Safnasjóði. Auk TF-HIS og TF-SIF er björgunar- og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN varðveitt í safninu og á þessu ári mun björgunarþyrlan TF-LIF bætast í safnkost Flugsafnsins.

Á hverju ári eru settar upp sérsýningar og í ár verða þær tvær. Sú fyrri verður sett upp í tilefni af 80 ára afmæli flugfélagsins Loftleiða, en það var stofnað af flugmönnunum og frumkvöðlunum Alfreð Elíassyni, Kristni Olsen og Sigurði Ólafssyni 10. mars 1944. Sýningin verður unnin í samstarfi við Sögufélag Loftleiða. Seinni sýningin verður tileinkuð þeim merku tímamótum að 100 ár verða liðin frá því að flugvél kom fljúgandi til Íslands í fyrsta sinn. Það var þann 2. ágúst 1924 að hnattflugssveit bandaríska hersins lenti á Hornafirði, á flugvél af gerðinni Douglas World Cruiser.

Landgræðsluvélin Páll Sveinsson, eða „Þristurinn“ eins og flugvélin er oft kölluð, er varðveitt í Flugsafni Íslands.

Flugdagur Flugsafns Íslands er haldinn árlega í samstarfi við flugsamfélagið á Akureyri og Isavia. Leitast er við að kynna almenningi flug í sinni fjölbreyttustu mynd og verður Flugdagurinn haldinn laugardaginn 22. júní í ár. Flugsafnið og Icelandair vinna saman að því að koma hluta af Boeing 757 þotu fyrir á norðurvegg safnsins, og verður um nokkurs konar flugvélaviðbyggingu að ræða, þar sem innangengt verður í flugvélarhlutann og saga Icelandair sögð um borð í þotunni. Unnið er að hönnun og standa vonir til að hægt verði að hefja verkið á vormánuðum en flugvélarhlutanum var ekið norður í lok október sl.

Í upphafi árs hófu flugvirkjanemar Tækniskólans verknám sitt í safninu. Flugsafnið og Tækniskólinn hafa átt í afar farsælu samstarfi frá árinu 2013 og er árgangurinn sem nú er við nám í safninu sá tíundi í röðinni. Flugvirkjanámið stendur til 1. mars en safnið er sem áður opið á laugardögum kl. 13-16 og eftir samkomulagi. Aðsókn að Flugsafninu hefur farið vaxandi undanfarin ár og heimsóttu 12.500 gestir safnið á síðastliðnu ári.

Sumaropnun Flugsafnsins tekur gildi 15. maí og er safnið þá opið daglega kl. 11-17. Fram að sumaropnun sinna starfsmenn og hollvinir safnsins ýmsum verkefnum, s.s. skráningu, rannsóknum, viðhaldi, uppsetningu sýninga, og móttöku skólahópa og almennra safngesta. Opnunartími safnsins er lengdur í vetrarfríi og páskafríi grunnskólanna og er auglýstur sérstaklega á heimasíðu og samfélagsmiðlum safnsins.

Flugsafn Íslands óskar lesendum Bændablaðsins og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs, og vonast til að sem flest leggi leið sína á safnið á árinu.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...