Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Þeir sem eru að senda inn sýni til greiningar eru minntir á að forsendan fyrir því að fá niðurstöðuna inn í Fjárvís er að búið sé að forskrá sýnanúmerin á viðkomandi gripi.
Þeir sem eru að senda inn sýni til greiningar eru minntir á að forsendan fyrir því að fá niðurstöðuna inn í Fjárvís er að búið sé að forskrá sýnanúmerin á viðkomandi gripi.
Mynd / Úr safni
Á faglegum nótum 28. febrúar 2024

Af framkvæmd arfgerðagreininga 2024

Höfundur: Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá RML.

Íslensk erfðagreining mun áfram veita sauðfjárbændum liðsinni við arfgerðagreiningar og því ráðgert að öll sýni á vegum RML fari þangað til greiningar.

Í vetur munu greiningar fara fram þegar safnast hefur upp hæfilegur skammtur sýna en gert ráð fyrir að niðurstöður komi þá a.m.k. mánaðarlega.

Gert er ráð fyrir að mikið magn sýna komi inn eftir sauðburð og þá verði stöðugt greint og svo áfram í haust.

Verð

Fullt verð á greiningu til bónda verður óbreytt frá því sl. haust, eða 1.600 kr. án. vsk. Hér eftir verða hylkin seld sér og dregst sá kostnaður frá verðinu.

Gert er ráð fyrir að sá sem kaupir hylkið sé ábyrgur fyrir að greiða fyrir greiningu á sýni sem því fylgir. Þetta er gott að hafa í huga ef menn ætla að lána hylki milli bæja.

Verð pr. hylki er 300 kr. án vsk. Því verður innheimt að hámarki 1.300 kr. + vsk. fyrir greininguna, ef þegar er búið að greiða fyrir hylkið. Þá mun koma stuðningur frá matvælaráðuneytinu sem lækkar þá greiningar á ákveðnum sýnum.

Stuðningur við greiningar

Fyrir liggur að matvælaráðuneytið (MAR) mun styðja við greiningar á sýnum. Hver upphæðin verður pr. sýni liggur ekki fyrir að svo stöddu. Hins vegar liggur fyrir að áhersla verður m.a. lögð á að hvetja til sýnatöku á afkvæmum gripa sem bera V eða MV arfgerðir.

Líklega verður vægi stuðningsins meira á V arfgerðir, svipað og gert var þegar sæðingar voru niðurgreiddar sl. haust.

Til að meta hvaða sýni skulu njóta niðurgreiðslu verður byggt á gögnum sem skráð eru í Fjárvís.is.

Pantanir og móttaka sýna

Pantanir á hylkjum og töngum fara í gegnum heimasíðu RML. Yfir stendur vinna við að endurhanna pöntunarsíðuna og tengja hana við Fjárvís. Þessari vinnu er ekki að fullu lokið en mun pöntunarsíðan opna á næstu dögum. Ef einhverjum liggur á að fá hylki áður en pöntunar- síðan opnar er hægt að hafa samband við starfsmenn RML sem reyna að bjarga mönnum eftir bestu getu.

Þeir sem vilja koma sýnum til greininga geta sent þau á starfsstöð RML á Hvanneyri. Í vor er svo gert ráð fyrir að fjölga móttökustöðum og verður það kynnt betur síðar. Þeir sem eru að senda inn sýni til greiningar eru minntir á að forsendan fyrir því að fá niðurstöðuna inn í Fjárvís er að búið sé að forskrá sýnanúmerin á viðkomandi gripi (Skráning- >forskrá sýnanúmer).

Úr hvaða gripum skal taka sýni?

Nú er rétti tíminn til að fara að skipuleggja sýnatökur á komandi vori. Markmiðið er að sett sé á sem mest af lömbum sem bera V eða MV arfgerðir.

Áherslur í sýnatökum munu því felast í því að finna sem mest af þessum lömbum. Þá ætti það að vera regla á öllum búum að ásettir hrútar sé arfgerðagreindir.

Best er að taka sem mest af sýnum í vor úr þeim lömbum sem miklar líkur eru á að komi til greina sem ásetningslömb. Handhægt er að taka sýnið um leið og mörkun fer fram en tilvalið er að setja eyrnamerki lambsins í gatið sem sýnatakan skilur eftir. Áherslan í vor gæti því verið:

  • Taka úr öllum sæðingalömbum sem koma til greina sem ásetningur
  • Taka sem mest af sýnum úr lömbum þar sem báðir foreldrarnir bera V eða MV, til að finna þau lömb sem gætu verið arfhrein V/V, V/MV eða MV/MV.
  • Taka sýni úr lömbum sem eru mjög líkleg ásetningslömb af einhverjum ástæðum og eiga a.m.k. eitt foreldri sem ber V eða MV.
  • Í haust er síðan hægt að bæta við sýnatökum úr vafalömbum sem veljast í hóp álitlegra lamba sem ásetningur.
  • Ljóst er að aðeins um 1/8 af þeim hrútlömbum sem gætu komið til nytja á landsvísu næsta haust og gætu borið V eða MV arfgerð verða settir á. Það er því sóun að taka sýni úr öllum hrútlömbum þó þau eigi foreldra með V eða MV arfgerð. Í raun ætti að nægja, þegar um ræðir að annað foreldrið er arfblendið V eða MV, að taka sýni úr rúmlega tveim lömbum fyrir hvert eitt sem sett yrði á, á heimabúi eða selt.
  • Áður en farið er að panta hylki er því gott að leggjast yfir skýrsluhaldið og áætla fjölda lamba sem áhugavert væri að taka sýni úr. Þar sem meira og minna öll lömb eru undan arfblendnum foreldrum semberaVeðaMVættiþóað vera nægilegt að miða við rúmlega tvöfaldan fjölda sem velja á til lífs.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...