Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gleráll
Gleráll
Á faglegum nótum 17. mars 2021

Álalogia III

Höfundur: Vilmundur Hansen

Állinn er næturdýr og hels­ta fæða hans alls konar ormar, skeljar, krabbaflær, skordýra­lirfur og hornsíli. Einnig kemur fyrir að fullorðnir álar éti álaseiði.

Álar hafa næmt lyktarskyn, enda er lyktarskynfæri þeirra um fimmfalt stærra en í öðrum vatnafiskum og nota þeir það til að finna bráð sína.

Helstu óvinir álsins eru fuglar og ránfiskar enda eru litlir álar auðveld bráð og einnig hefur fundist mikið af sníkjudýrum á álum í Evrópu sem geta reynst þeim skeinuhætt. Þau hættulegustu sem borist hafa til Evrópu frá Asíu eru þó óþekkt hér og hjálpar þar til bann við innflutningi á lifandi álum hingað.

Fjöldi þeirra ála sem kemst á leiðarenda frá Þanghafinu og til uppeldisstöðvanna hefur minnkað stórlega, allt að 90% að sumra mati, frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Horft aftur um fleiri áratugi er jafnvel talið að glerálagöngurnar séu nú aðeins nálægt 1% af því sem þær fyrrum voru. Hluta þessarar minnkunar má rekja til náttúrulegra sveiflna en hluti hennar er af manna völdum. Ofveiði er hluti skýringarinnar en einnig varna umbylting á landi og vatnsaflsvirkjanir því að állinn getur ekki gengið í árnar eins og honum er eðlilegt. Fækkunin er svo mikil að tegundin er talin í útrýmingarhættu.

Álar hafa verið lítið nýttir hér á landi nema þá helst á Suðausturlandi, í Meðallandi, Suðursveit, Nesjum og í Lóni. Þekkist víða um land að menn hafi verið hræddir við ála og álitið þá skaðræðisskepnur og jafnvel eitraða. Nokkur sannleikur kann að leynast í þessari trú þar sem í slímhúð álsins er eitur sem getur reynst varasamt komist það í opið sár. Eitrið brotnar niður og verður skaðlaust þegar állinn er reyktur eða soðinn. Ef áll var á annað borð nýttur var hans annaðhvort neytt nýs eða reyktur.

Í bók Páls Þorsteinssonar, Atvinnuhættir Austur-Skaftfell­inga, er fjallað um ál og tilraun til útflutnings á áli árið 1960. Þar segir að áll finnist á ýmsum stöðum í sýslunni og að hans verði helst vart í lónum en mest í Lóni. Árið 1958 sendi Stefán Jónsson í Hlíð veiðimálastjóra greinargerð um álaveiðar í Lóni. Í skýrslunni segir að fram til 1930 hafi verið stunduð fyrirdráttarveiði í Lóni til að ná í silung og kola en áll hafi slæðst með og þótt búbót. Állinn var stundum notaður til matar nýr eða reyktur en roðið verkað sem þvengjaskinn í skó og þótti sterkt og mjúkt. Eftir að farið var að veiða silung í lagnet hvarf állinn að mestu af matborði Lónsmanna.

Páll segir að árið 1960 hafi verið gerðar tilraunir til að nýta íslenska álinn til útflutnings. Tilraunirnar hófust hjá fyrirtækinu Lofti Jónssyni hf. en Samband íslenskra samvinnufélaga hóf einnig álaveiðar í tilraunaskyni um svipað leyti. Sambandið gerði samning við hollenskt fyrirtæki um að það veitti ráðgjöf um álavinnslu og fengi í staðinn forgang til kaupa á aflanum. Áll var veiddur í gildrur og fluttur lifandi í skipum til Hollands en tilraunirnar báru minni árangur en ætlað var og þeim hætt eftir fáein ár. Sagt er að Hinrik fyrsti Englandskonungur hafi étið yfir sig af ál og drepist og Ágústus Rómarkeisari er sagður hafa átt tjörn fulla af álum sér til ánægju.

Skylt efni: áll fiskar

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...