Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Átaksverkefni í sauðfjárrækt
Á faglegum nótum 13. desember 2016

Átaksverkefni í sauðfjárrækt

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunautur í sauðfjárrækt hjá RML
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fékk nýverið styrk af fagfé sauðfjárræktar vegna átaks­verkefnis í sauðfjárrækt. Vinnuheiti verkefnisins er „Auknar afurðir sauðfjár – tækifæri til betri reksturs“. 
 
Ástæða þess að ráðist er í þetta verkefni er ekki síst mikil lækkun afurðaverðs hjá sauðfjárbændum nú í haust. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um rekstur sauðfjárbúa og greina sóknarfæri í rekstri hjá hverju þátttökubú með það að markmiði að bæta búreksturinn.
 
 
Undanfarin ár hefur RML boðið upp á verkefni sem heitir „Auknar afurðir sauðfjár“. Í því verkefni hafa skýrsluhaldsgögn búsins verið skoðuð og borin saman á ýmsan hátt ásamt því að ráðunautur hefur komið í heimsókn til viðkomandi bónda og skilað greinargerð um tækifæri í búrekstri sem eru til staðar að heimsókn lokinni. Í þeim pakka er engra rekstrargagna aflað en gögn um rekstur sauðfjárbúa hefur mjög skort undanfarin ár – bæði í vinnu sem þessari og ekki síður sem verkfæri í kjarabaráttu sauðfjárbænda.
Markhópur verkefnisins eru öll sauðfjárbú sem höfðu fleiri en 400 kindur á skýrslum, skýrsluhaldsárið 2014–2015. Þessi hópur er valinn þar sem í honum er væntanlega að finna flest þau bú sem treysta í umtalsverðum mæli á tekjur af sauðfjárrækt til framfærslu. Öll þessi bú fengu sent kynningarbréf seinni hluta nóvember þar sem þeim er formlega boðin þátttaka.
 
Skilyrði fyrir þátttöku í verkefninu eru þessi:
  • Tilkynna þarf þátttöku fyrir 1. janúar 2017.
  • Skila ársreikningi og/eða skattframtali fyrir árin 2014 og 2015 sem safnað er í lokaðan gagnagrunn fyrir 1. janúar 2017.
  • Þátttökubú hafi skilað skýrsluhaldsgögnum 2016 fyrir 31. desember nk.
  • Tekjur af sauðfjárrækt þurfa að vera a.m.k. 70% af búgreinatekjum hvers bús.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins heldur nú utanum fagfé sauðfjárræktarinnar og framlagið til þessa verkefnis miðast við það að þátttökubú greiði 35% af kostnaði en styrkurinn nemi 65% af kostnaði. Vinnuþátturinn er áætlaður fimm tímar við hvert bú auk komugjalds.
 
Verkefnisstjórar þessa átaks­verkefnis eru þau María Svanþrúður Jónsdóttir og Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Þeir bændur sem áhuga hafa á þessu verkefni eru hvattir til að setja sig í samband við annaðhvort Maríu eða Eyjólf en jafnframt veita þau nánari upplýsingar um verkefnið.
 
Brýn þörf er fyrir þetta verkefni en í þeim takmörkuðu bókhaldsgögnum frá sauðfjárbændum sem hafa skilað sér inn undanfarin ár sést mikill munur í afkomu og því er líklegt að víða séu tækifæri til að bæta reksturinn enda er öllum rekstri hollt að fá greiningu á stöðu sinni öðru hvoru.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...