Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Dongfeng DF-304-G2 Changchai.
Dongfeng DF-304-G2 Changchai.
Á faglegum nótum 20. janúar 2015

Bestu og vænlegustu kaupin

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Á nýju ári vil ég byrja á að þakka þeim sem lásu þessa pistla og rifja aðeins upp mitt persónulega mat á þeim ökutækjum sem ég prófaði á síðasta ári.  
 
Athygli skal vakin á að þetta er mitt persónulega mat á hagkvæmni í rekstri, gæðum og hagstæðu verði. 
 
Byrjaði á dráttarvélum
 
Í byrjun síðasta árs skoðaði ég bæði Massey Ferguson MF 5600 og Valtra N103. Þó að Massey Ferguson hafi alltaf verið sú dráttarvél sem ég hefði valið sem fyrsta kost þá held ég að af þessum tveim hefði Valtra N103 orðið fyrir valinu þó að hann hafi verið aðeins dýrari en M.F. þá ræður þar mestu sterkleg bygging Valtra. Af smávélum prófaði ég Giant liðlétting og Donfeng DF-304. Giant tel ég henta betur innan húss á fóðurgöngum, við smávinnu eins og snjómokstur, en Giant vélar eru mjög stöðugar og þola glettilega mikinn halla. Donfeng tel ég henta vel sem dráttarvél til smærri verka og sem auka dráttarvél með stórri dráttarvél, eyðir litlu og gæti sparað umtalsverða peninga í formi eldsneytis. Ókostur þessara véla er að ekkert hús er á þeim og Dongfeng er mjög völt, en kaupverðið á þeim báðum er mjög gott, en ég hefði kosið Dongfeng. 
 
Jeppar og pallbílar
 
Af pallbílum voru aðeins prófaðir tveir, en annar þeirra var mikið breyttur Toyota Hilux frá Arctic Trucks, en hinn var Isuzu D-Max. Varla er hægt að bera þessa tvo bíla saman, en eflaust hentar breytti Hiluxinn betur fyrir landsbyggðina sérstaklega þar sem er snjóþungt, hins vegar var ég hrifnari af Isuzu D-Max þar sem að burðurinn sem pallurinn ber og dráttargeta D-Max er meiri og sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu mundi ég taka D-Max, byggi ég hins vegar út á landi mundi ég frekar taka 38" breytta Toyotuna frá Arctic Trucks. Prófaði einn jeppa sem kemst í þann flokk sem ég set jeppa í (verða að vera byggðir á grind, með hátt og lágt drif og heilar hásingar að framan og aftan). Þetta var Toyota Land Cruiser turbó dísel, heildarfjöldi Land Cruser í umferðinni segir allt sem segja þarf um miklar vinsældir þessa bíls. 
 
Jepplingar voru fimm
 
Af jepplingum hlýtur Mitsu­bishi Outlander PHEF rafmagns­jepplingurinn með auka bensínvélinni að vera vænlegasti kosturinn. Einfaldlega vegna rafmagnsmótorsins sem dugir í um 50 km áður en bensínmótorinn tekur við. Þetta gerir bílinn einkar hagkvæman í rekstri fyrir flesta meðalnotendur.
 
Næstan tel ég sem álitlegasta kost vera KIA Sportage sem er sá eini með 7 ára ábyrgð og einnig er hann hljóðlátasti jepplingur sem ég hef prófað. Í þriðja sæti er Dacia Duster sem kostar rétt innan við fjórar milljónir. Sjálfur keypti ég mér svona bíl í vor og er í flestu ánægður. Mér hefur tekist oftar en einu sinni að keyra í langkeyrslu á eyðslu upp á 4,6 lítra af disel. Duster er ekki gallalaus bíll, en vegna þess að diselvélin er ekki nema 1500cc þá rýkur eyðslan upp um leið og eitthvað er hengt aftan í bílinn og sem dæmi þá er besti árangur minn með eitt létt mótorhjól á kerru 6,9 lítrar á hundraðið (með sexhjól á kerrunni var eyðslan nálægt 11 á hundraðið). Einfaldlega aðeins of lítil vél, en gott að keyra bílinn, reka hann og fjöðrun góð á möl.
 
Fólksbílar 
 
Af þeim sex fólksbílum sem prófaðir voru er mitt val eftirfarandi. Sá ódýrasti er fjögurra manna Suzuki Alto, hentar vel sem fyrsti bíll fyrir þann sem er að byrja að keyra. Fyrir þá sem ferðast með mikinn farangur eru bestu kaupin í Dacia Logan (nánast endalaust pláss fyrir farangur) og kostaði ekki nema 2.790.000 þegar hann var frumsýndur. Best fannst mér að keyra Benz GLA Class og Subaru Outback disel, (spurning hvort þeir ættu að flokkast með jepplingum þar sem þeir báðir eru fjórhjóladrifnir). Nissan Leaf prófaði ég á árinu, en ég er ekki enn tilbúinn fyrir rafmagnsbíla og hef einhverra hluta vegna vantrú á þeim enn sem komið er. Opel Meriva bíllinn sem ég prófaði í síðasta blaði heillaði mig á margan hátt og situr eitthvað heillandi við þann bíl í mér, og mér sem fannst hann svo ljótur við fyrstu sýn en væri alveg til í að eiga hann í dag.
 
Bestu minningar prufuakstursins voru á mótorhjólinu og sexhjólinu Can-Am, sexhjólið sem ég prófaði er vissulega eigulegur gripur, en kostar fullmikið, en ókosturinn við sexhjól er að þau fá ekki skráningu á vegum heldur bara sem torfærutæki (eingöngu ætluð samkvæmt skráningu frá Samgöngustofu sem tæki til aksturs utan vega). BMW mótorhjólið sem ég fór á hringinn var vissulega skemmtilegasti prufuaksturinn og sá eftirminnilegasti á síðasta ári. Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. 

7 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...