Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna, öryggisbúnað og fleira
Á faglegum nótum 12. desember 2018

Breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna, öryggisbúnað og fleira

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Of fáir kynna sér nýjungar og reglubreytingar þegar kemur að vinnuvernd og vinnustaðaöryggi. Reglulega gefur Vinnueftirlitið út fréttabréf um helstu málefni er varðar vinnustaðaöryggi, nýjar reglugerðir og lög ásamt ýmsum fróðlegum boðskap sem bæði vinnuveitendur og verkmenn þurfa að vita um verk og vinnu. 
 
Þessi fréttarit eru fræðandi og gagnleg sem allir ættu að kynna sér. Hér að neðan eru tekin brot úr greinum sem má lesa í nýjasta fréttariti Vinnueftirlitsins.
 
Breyting á lögum
– úr grein lögfræðings Vinnueftirlitsins, Elsu Jónsdóttur
 
26. júní 2018 tóku gildi lög nr. 75/2018 um breytingu á lögum um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra og fleiri lögum (vernd réttinda á vinnumarkaði, EES-mál).  Með lögunum urðu breytingar á fimm ákvæðum laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.
 
Ábyrgð verkkaupanda
 
Í 36. gr. laganna er nú með skýrum hætti kveðið á um skyldur verkkaupa, fulltrúa verkkaupa, samræmingaraðila öryggis- og heilbrigðismála og atvinnurekanda í tengslum við byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð. Lögfest er nú ábyrgð verkkaupa, þegar tveir eða fleiri atvinnurekendur eru að störfum samtímis, að samræma aðgerðir sem tryggja að við hönnun, undirbúning og framkvæmd verksins verði gætt fyllsta öryggis, góðs aðbúnaðar og hollustuhátta.
 
Vinnuvélaréttindi (í gegnum tíðina hafa of margir vinnandi ekki haft réttindi og þekkingu til að gera það sem þeir voru að gera þegar slys varð).
 
Við 45. gr. laganna bættist við ný málsgrein þar sem lögfest er sú skylda að sá sem stjórnar vinnuvél skuli hafa til þess fullgild réttindi. Með þessari breytingu er nú refsivert að stjórna skráningarskyldri vinnuvél án gildra réttinda frá Vinnueftirlitinu.
 
Upplýsingaöflun og upplýsingamiðlun
 
Í 82. gr. laganna er nú kveðið á um heimild Vinnueftirlitsins til að kalla eftir öllum upplýsingum sem eiga að vera til á vinnustað, samkvæmt lögum og reglu­gerð­um, og upplýs­ingum sem
tilkynna  skal Vinnueftir­litinu og er atvinnu­rekendum skylt að afhenda Vinnueftirlitinu upplýsingarnar skriflega, hvort sem er á rafrænu formi eða á pappír.  Þá er kveðið á um að ef Vinnueftirlitinu berist upplýsingar sem gefi til kynna að brotið sé á íslenskum lögum eða reglugerðum er sú skylda lögð á stofnunina að afhenda viðeigandi stjórnvaldi upplýsingarnar. Að sama skapi skulu önnur stjórnvöld og eftirlitsfulltrúar samtaka aðila vinnumarkaðarins afhenda Vinnueftirlitinu upplýsingar sem borist hafa og gefa til kynna að brotið sé gegn lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
 
Þagnarskylda
 
Í 83. gr. laganna er kveðið á um þagnarskyldu starfsmanna Vinnueftirlitsins og helst sú skylda eftir að þeir hætta störfum hjá stofnuninni.
 
Dagsektir
 
Sú breyting varð á 87. gr. laganna að með ítarlegri hætti er farið yfir ferli mála í dagsektarferli. Helsta breytingin sem varð á 87. gr. laganna er sú að hámarksfjárhæð dagsektar fór úr 100 þúsund krónum í allt að 1 milljón króna fyrir hvern dag.
 
Breyting á reglum um sölu og markaðssetningu öryggisfatnaðar og hlífa (persónuhlífa)
 
Reglugerð nr. 728/2018 um gerð persónuhlífa hefur tekið gildi hér á landi eins og á öllu evrópska efnahagssvæðinu.
 
Markmið nýrrar reglugerðar er að tryggja að allar þjóðir Evrópu markaðssetji eingöngu öruggar persónuhlífar. Áhersla er á að heilsu- og öryggiskröfur og samræmismatsaðferðir séu eins í öllum aðildarríkjunum og á evrópska efnahagssvæðinu.
 
Helstu áherslur eru:
  • merkingar vörunnar
  • kröfur um CE-merkinga á allar persónuhlífar
  • nýja ESB-samræmisyfirlýsingu sem uppfyllir nýju reglugerðina og gefin skal út með tímamörkum og verður hámarks gildistími hennar fimm ár
  • notkunarleiðbeiningar á íslensku og tæknigögn
  • að taka persónuhlífar af markaði ef í ljós kemur að þær uppfylla af einhverjum ástæðum ekki kröfur reglugerðarinnar.
  • Ábyrgð framleiðenda, innflytjenda og söluaðila
Margt fleira fróðlegt má finna í riti Vinnueftirlitsins sem hægt er að nálgast í heild sinni á vefslóðinni www.vinnueftirlit.is þar sem má finna mikið af fróðlegu og fræðandi efni til upplýsingar og fróðleiks.

Skylt efni: vinnuvernd | vinnueftirlit

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...