Eftir hverju erum við að bíða – er ekki komið nóg?
Þann 6. ágúst síðastliðinn varð banaslys á Austurlandi, nánar tiltekið í Svínadal við Reyðarfjörð. Þar valt sexhjól með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lést. Þetta hörmulega slys vekur upp hugleiðingar um öryggismál þessara tækja, sem eru ýmist á fjórum eða sex hjólum og eru nánast á hverju heimili til sveita og fjölmörg í þéttbýli.