Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Forsíðan á bæklingnum.
Forsíðan á bæklingnum.
Fréttir 4. febrúar 2016

Markmiðið er að bæta öryggismenningu til sveita

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Fræðsluefni um öryggismál og vinnuvernd verður dreift á öll lögbýli á næstu dögum. Markmiðið er meðal annars að efla öryggi og heilsu þeirra sem starfa í landbúnaði og fækka slysum. 
 
Bæklingurinn „Öryggi og vinnuvernd í landbúnaði“ er þýddur og staðfærður úr norsku leiðbeiningaefni. Í honum eru meðal annars kaflar um brunavarnir, dráttarvélar, slysavarnir, heilsufar, búfjársjúkdóma og varnir gegn þeim. Þá er stuttur kafli í ritinu sem fjallar um mikilvægi ásýndar búsins og góðrar umgengni.
 
Búum vel
 
Á síðustu þremur árum hafa Bændasamtökin í samvinnu við búnaðarsambönd rekið vinnuverndarverkefnið „Búum vel“. Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri hefur heimsótt á annað hundrað bændur og farið yfir öryggis- og vinnuverndarmálin með þeim. Tillögur til úrbóta voru ræddar við bóndann og sett markmið um viðbrögð. Eftir heimsóknirnar er unnið úr upplýsingunum hjá BÍ og útbúin skýrsla sem send er til bóndans.
 
Áfram verður boðið upp á úttektir á búum á þessu ári en fyrir þær greiða bændurnir kr. 7.500.
Vátryggingafélag Íslands hefur stutt dyggilega við bakið á vinnuverndarverkefninu og Framleiðnisjóður komið að þróun þess. Þeir sem hafa áhuga á að fá heimsókn og fara yfir þennan mikilvæga málaflokk er bent á að hafa samband við sitt búnaðarsamband. 
 
Nýi vinnuverndarbæklingurinn verður sem fyrr segir sendur til bænda á næstu dögum en hann er jafnframt aðgengilegur á vef Bændasamtakanna, bondi.is.

Skylt efni: vinnuvernd

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...