Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Forsíðan á bæklingnum.
Forsíðan á bæklingnum.
Fréttir 4. febrúar 2016

Markmiðið er að bæta öryggismenningu til sveita

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Fræðsluefni um öryggismál og vinnuvernd verður dreift á öll lögbýli á næstu dögum. Markmiðið er meðal annars að efla öryggi og heilsu þeirra sem starfa í landbúnaði og fækka slysum. 
 
Bæklingurinn „Öryggi og vinnuvernd í landbúnaði“ er þýddur og staðfærður úr norsku leiðbeiningaefni. Í honum eru meðal annars kaflar um brunavarnir, dráttarvélar, slysavarnir, heilsufar, búfjársjúkdóma og varnir gegn þeim. Þá er stuttur kafli í ritinu sem fjallar um mikilvægi ásýndar búsins og góðrar umgengni.
 
Búum vel
 
Á síðustu þremur árum hafa Bændasamtökin í samvinnu við búnaðarsambönd rekið vinnuverndarverkefnið „Búum vel“. Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri hefur heimsótt á annað hundrað bændur og farið yfir öryggis- og vinnuverndarmálin með þeim. Tillögur til úrbóta voru ræddar við bóndann og sett markmið um viðbrögð. Eftir heimsóknirnar er unnið úr upplýsingunum hjá BÍ og útbúin skýrsla sem send er til bóndans.
 
Áfram verður boðið upp á úttektir á búum á þessu ári en fyrir þær greiða bændurnir kr. 7.500.
Vátryggingafélag Íslands hefur stutt dyggilega við bakið á vinnuverndarverkefninu og Framleiðnisjóður komið að þróun þess. Þeir sem hafa áhuga á að fá heimsókn og fara yfir þennan mikilvæga málaflokk er bent á að hafa samband við sitt búnaðarsamband. 
 
Nýi vinnuverndarbæklingurinn verður sem fyrr segir sendur til bænda á næstu dögum en hann er jafnframt aðgengilegur á vef Bændasamtakanna, bondi.is.

Skylt efni: vinnuvernd

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...